Bensínið gæti klárast á fimmtudag Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 12. febrúar 2023 19:28 Þórður segir birgðartanka fyrirtækisins vera fulla. Vísir/Steingrímur Dúi Forstjóri Skeljungs segir að bensín bensínstöðva gæti klárast strax á fimmtudag ef af verkfalli olíubílstjóra verður á miðvikudag, eins og virðist stefna í. Hann hefur þungar áhyggjur af stöðunni, alvarlegt ástand geti skapast á örfáum dögum. Enn þokast ekkert í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins en verkföll olíubílstjóra, starfsmanna Beraya hótela og starfsmanna Edition hótelsins eru handan við hornið. Að öllu óbreyttu hefjast verkföll á miðvikudag en þá gengur ansi hratt á birgðir olíufélaganna. Þórður Guðjónsson forstjóri Skeljungs hefur talsverðar áhyggjur af stöðunni en undirbúningur fyrir verkfallið hefur staðið yfir frá því að atkvæðagreiðslan um verkfallsboðunina fór fram. „Þetta er áhyggjuefni því Ísland er olíuháð og það er nokkuð ljóst að þetta mun bíta ansi harkalega í okkur hérna á Íslandi ef af verður. Frá því að tilkynnt var að verkfall væri fyrirhugað frá og með hádegi á miðvikudaginn 15. febrúar. Þá fórum við að keyra allt upp og fylla á alla birgðatanka sem hægt er að fylla á.“ Það tekur ekki marga daga að tæma eina bensínstöð, jafnvel stóra eins og stöð Orkunnar á Vesturlandsvegi. „Þessi væntanlega tæmist á degi tvö eftir að verkfall skellur á þannig að svona upp undir kvöld á fimmtudegi gæti þessi stöð farið að tæmast.“ Áhrifin gætu verið margvísleg en til að mynda vöruflutningar og ferðaþjónusta munu líða fyrir olíuskortinn. Það er þó ýmis starfsemi sem þarf að vera undanþegin verkfallinu. „Til dæmis lögreglan, sjúkrabílar, slökkviliðið, björgunarsveitirnar okkar, þeir sem sjá um hálkuvarnir, snjóruðninga, sjúkrahúsin, varaaflsstöðvar og guð má vita hvað, þetta er allt þarna úti.“ Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Reykjavík Bensín og olía Neytendur Mest lesið Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Viðskipti innlent Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Viðskipti innlent Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur 996 vinnuvikan að ryðja sér til rúms á ný (72 klukkustundir) Atvinnulíf Lögmenn frá Juris til LEX Viðskipti innlent Nauðungarsala á Hlemmi Square Viðskipti innlent Icelandair setur nokkur met Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur eigi meira inni Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Fær íshellaferð ekki endurgreidda Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Breyttur opnunartími hjá Sorpu Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Jólakjötið töluvert dýrara í ár „Þetta er bara algjörlega galið“ Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Sjá meira
Enn þokast ekkert í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins en verkföll olíubílstjóra, starfsmanna Beraya hótela og starfsmanna Edition hótelsins eru handan við hornið. Að öllu óbreyttu hefjast verkföll á miðvikudag en þá gengur ansi hratt á birgðir olíufélaganna. Þórður Guðjónsson forstjóri Skeljungs hefur talsverðar áhyggjur af stöðunni en undirbúningur fyrir verkfallið hefur staðið yfir frá því að atkvæðagreiðslan um verkfallsboðunina fór fram. „Þetta er áhyggjuefni því Ísland er olíuháð og það er nokkuð ljóst að þetta mun bíta ansi harkalega í okkur hérna á Íslandi ef af verður. Frá því að tilkynnt var að verkfall væri fyrirhugað frá og með hádegi á miðvikudaginn 15. febrúar. Þá fórum við að keyra allt upp og fylla á alla birgðatanka sem hægt er að fylla á.“ Það tekur ekki marga daga að tæma eina bensínstöð, jafnvel stóra eins og stöð Orkunnar á Vesturlandsvegi. „Þessi væntanlega tæmist á degi tvö eftir að verkfall skellur á þannig að svona upp undir kvöld á fimmtudegi gæti þessi stöð farið að tæmast.“ Áhrifin gætu verið margvísleg en til að mynda vöruflutningar og ferðaþjónusta munu líða fyrir olíuskortinn. Það er þó ýmis starfsemi sem þarf að vera undanþegin verkfallinu. „Til dæmis lögreglan, sjúkrabílar, slökkviliðið, björgunarsveitirnar okkar, þeir sem sjá um hálkuvarnir, snjóruðninga, sjúkrahúsin, varaaflsstöðvar og guð má vita hvað, þetta er allt þarna úti.“
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Reykjavík Bensín og olía Neytendur Mest lesið Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Viðskipti innlent Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Viðskipti innlent Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur 996 vinnuvikan að ryðja sér til rúms á ný (72 klukkustundir) Atvinnulíf Lögmenn frá Juris til LEX Viðskipti innlent Nauðungarsala á Hlemmi Square Viðskipti innlent Icelandair setur nokkur met Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur eigi meira inni Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Fær íshellaferð ekki endurgreidda Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Breyttur opnunartími hjá Sorpu Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Jólakjötið töluvert dýrara í ár „Þetta er bara algjörlega galið“ Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Sjá meira