Innlent

Eldur kviknaði í raf­magns­hjóli í Löngu­hlíð

Bjarki Sigurðsson skrifar
Frá vettvangi í dag.
Frá vettvangi í dag. Vísir/Dóra

Eldur kviknaði í hjólageymslu í Lönguhlíð fyrr í dag. Búið er að slökkva eldinn en það hafði kviknað í rafmagnshjóli sem var staðsett í geymslunni. 

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu er búið að slökkva eldinn en nú er unnið að reykræstingu. 

Aðspurður segir varðstjóri hjá slökkviliðinu að líklegast sé um að ræða sjálfsíkveikju. Eldur á það til að kvikna í rafmagnshjólum þó það sé ekki algengt. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×