Innlent

Appelsínugular og rauðar viðvaranir aldrei verið fleiri

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Veðurkort

Veðurstofa Íslands gaf út 456 veðurviðvaranir á síðasta ári samkvæmt samantekt Veðurstofunnar.

Tekið var upp á þeirri nýbreytni árið 2017 að gefa út viðvaranir um óveður; gular, appelsínugular og rauðar. Í fyrra var slegið met þegar 372 gular viðvaranir voru gefnar út, 74 appelsínugular og tíu rauðar og hafa appelsínugular og rauðar viðvaranir aldrei verið fleiri.

Árið 2020 voru þó fleiri viðvaranir gefnar út alt í allt, því þá voru gulu mun fleiri en í fyrra, eða 455. Í samantektinni segir einnig að þessar viðvaranir dreifist misjafnlega á milli landssvæða, flestar viðvaranir voru gefnar út á Suðurlandi og Suðausturlandi en fæstar á Austurlandi að Glettingi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×