Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.

Í hádegisfréttum fjöllum við um kjaradeilu Eflingar og gagnrýni félagsins á störf Ríkissáttasemjara. Efling ætlar ekki að afhenda honum félagatal sitt svo hægt sé að efna til atkvæðagreiðslu um miðlunartillögu sáttasemjara.

Þá heyrum við einnig í Aðalsteini Leifssyni ríkissáttasemjara sem segir engan lagalegan vafa um skýra heimild hans til að leggja fram miðlunartillögu í deilunni.

Öllu flugi Icelandair var aflýst í morgun vegna lægðarinnar sem gengur yfir og seinkanir hafa einnig verið margar í dag á flugi um Keflavíkurflugvöll.

Þá verður rætt við formann Neytendasamtakanna um auglýsingu smálánafyrirtækis sem býður möguleg verðlaun fyrir þá sem taka lán hjá fyrirtækinu. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×