Erlent

Tugir látnir og fleiri saknað eftir eld­flauga­á­rás á í­búða­blokk

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Pólski forsætisráðherrann sagði árásir Rússa miskunnarlausar. Aðgerðir Pútín væri viljandi að fremja stríðsglæpi gegn almennum borgurum.
Pólski forsætisráðherrann sagði árásir Rússa miskunnarlausar. Aðgerðir Pútín væri viljandi að fremja stríðsglæpi gegn almennum borgurum. Getty/Poliakov

Minnst 29 hafa fundist látnir og 44 er leitað eftir að Rússar gerðu eldflaugaárás á íbúðablokk í Dnipro í Úkraínu í gær. Ólíklegt er að nokkur finnist á lífi í rústunum.

Kænugarður, Kharkív og Odessa urðu illa úti í eldflaugaárásum Rússa í gær. Verst var árásin á níu hæða íbúðablokk í Dnipro. Af þeim sem komust lífs af þurfti að færa sjötíu almenna borgara á sjúkrahús. Tíu eru sagðir vera alvarlega særðir.

Borys Filatov borgarstjóri Dnipro segir ólíklegt að nokkur finnist á lífi. Vólódímir Selenskí Úkraínuforseti gagnrýnir heigulshátt Pútíns Rússlandsforseta og dauðaþögnina sem ríki í Kreml: „Þú ætlar að reyna að bíða þar til við missum móðinn. En það endar aðeins með því að einn daginn munu þessir sömu hryðjuverkamenn banka upp á hjá þér.“

Fréttastofa ræddi við Óskar Hallgrímsson sem búsettur er í Kænugarði í gær sem sagðist hafa vaknað við sprengingar í borginni. Hann sagðist mest óttast rafmagnsleysi en Rússar hafa lengi einblínt á að tortíma innviðum. Rafmagn er víða af skornum skammti.

Vladímír Pútín Rússlandsforseti segir allt ganga samkvæmt áætlunum. Breska ríkisútvarpið greinir frá.


Tengdar fréttir

Kippir sér frekar upp við rafmagnsleysið en sprengingarnar

Loftárásir voru gerðar á mikilvæga innviði Kænugarðs, höfuðborgar Úkraínu í morgun. Óskar Hallgrímsson, ljósmyndari sem er búsettur í borginni, segir nýjustu loftárásir Rússa sýna fram á veikleika í loftvarnarkerfi Úkraínumanna. Hann segist fremur kippa sér upp við rafmagnsleysi en sprengingar.

Loftárásir á innviði Kænugarðs

Loftárásir voru gerðar á mikilvæga innviði Kænugarðs, höfuðborgar Úkraínu í morgun. Yfirvöld beina því til íbúa að leita skjóls í loftvarnarbyrgjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×