Í ljóðinu Jólasveinarnir eftir Jóhannes úr Kötlum segir:
- Skyrjarmur, sá áttundi,
- var skelfilegt naut.
- Hann hlemminn o´n af sánum
- með hnefanum braut.
-
- Svo hámaði hann í sig
- og yfir matnum gein,
- unz stóð hann á blístri
- og stundi og hrein.
Kvæði Jóhannesar úr Kötlum er birt með góðfúslegu leyfi Svans Jóhannessonar. Nánar má lesa um skáldið á vefnum johannes.is.
Hér fyrir neðan syngur Skyrgámur lagið Nú skal segja í gömlu myndbandi frá Jolasveinarnir.is.