Neytendur

Innkalla grísahakk vegna beinflísa

Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar
Viðskiptavinir sem keypt hafa vöruna er bent á að þeir geta skilað henni í sömu verslun.
Viðskiptavinir sem keypt hafa vöruna er bent á að þeir geta skilað henni í sömu verslun.

Með hliðsjón af öryggi og velferð neytenda hefur Stjörnugrís ákveðið að taka úr sölu og innkalla Grísahakk frá Stjörnugrís.

Í tilkynningu frá Stjörnugrís kemur fram að ástæða innköllunarinnar sé hætta á að beinflísar séu í hakkinu eða leifar af beinflísum.

Viðskiptavinir sem keypt hafa vöruna er bent á að þeir geta skilað henni í sömu verslun. Þá biður Stjörnugrís viðskiptavini umræddra verslana sem kunna að hafa orðið fyrir óþægindum vegna þessa innilegrar afsökunar.

Upplýsingar um vöruna:

Vöruheiti: Grísahakk. Strikamerki: 569 430 20330

Best fyrir dagsetning: 24.12.2022.

Sölustaðir & Vörumerki:

Varan er seld undir vörumerki Krónunar í krónunni. Kjötborð í Nettó, kram & kjörbúðum – Iceland verslunum. Stjörnugrís í Costco.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×