Innlent

Öllu innan­lands­flugi og tugum flug­ferða til og frá Kefla­vík af­lýst

Atli Ísleifsson skrifar
Farþegar eru hvattir til að fylgjast með upplýsingum um flugtíma á vef Isavia eða hjá viðkomandi flugfélögum.
Farþegar eru hvattir til að fylgjast með upplýsingum um flugtíma á vef Isavia eða hjá viðkomandi flugfélögum. Vísir/Vilhelm

Búið er að aflýsa öllu innanlandsflugi í dag og tugi flugferða til og frá Keflavíkurflugvelli vegna veðurs í dag.

Þetta má sjá á vef Isavia. Mikil röskun hefur orðið á brottför flestra véla frá Keflavíkurflugvelli það sem af er morgni. Icelandair hefur þannig aflýst öllu morgunflugi sínu, en Play hefur frestað brottförum. 

Í tilkynningu frá Isavia, sem send var út í gærkvöldi, segir að röskun geti orðið á flugi til og frá vellinum til morgundagsins.

Farþegar eru hvattir til að fylgjast með upplýsingum um flugtíma á vef Isavia eða hjá viðkomandi flugfélögum.

Mjög slæmt veður hefur verið á Suðurnesjum í nótt og í morgun. Þannig er Reykjanesbraut enn lokuð en boðið hefur verið upp á fylgdarakstur. 


Tengdar fréttir

Átta flug­ferðum af­lýst í nótt

Átta flugferðum hingað til lands hefur verið aflýst í nótt vegna veðursins sem gengur yfir, þar á meðal öllu Ameríkuflugi, ef undan er skilin flugvél Icelandair frá Newark í New York.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×