Veður

Élja­gangur norðan- og austan­til og fremur kalt í veðri

Atli Ísleifsson skrifar
Frost verður á bilinu núll til tíu stig þar sem mildast verður við ströndina.
Frost verður á bilinu núll til tíu stig þar sem mildast verður við ströndina. Vísir/Vilhelm

Veðurstofan spáir norðaustan kalda eða stinningskalda í dag með éljagangi fyrir norðan og austan. Víða verður léttskýjað sunnan- og vestantil á landinu.

Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar segir að það verði fremur kalt í veðri. Frost núll til tíu stig, mildast við ströndina.

Hvassast verður með austurströndinni, en það lægir smám saman seint í dag og dregur þá úr éljum.

Um helgina verður svipað hitastig áfram, en vind lægir um allt land og víða léttskýjað, en samt eru eru líkur á stöku éljum á Austurlandi.

Spákort fyrir klukkan 14 í dag.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á laugardag og sunnudag: Hæg norðlæg eða breytileg átt, en 5-13 m/s austast. Skýjað norðaustantil og stöku él, en annars víða léttskýjað. Frost 0 til 8 stig, kaldast inn til landsins.

Á mánudag: Hæg austlæg eða breytileg átt, víða léttskýjað og kalt í veðri, en skýjað og mildara austanlands og þurrt að kalla

Á þriðjudag og miðvikudag: Norðaustanátt með éljum, en bjartviðri sunnan heiða og áfram fremur kalt í veðri.

Á fimmtudag: Útlit fyrir kalda norðanátt með ofankomu fyrir norðan og austan en yfirleitt þurrt syðra




Fleiri fréttir

Sjá meira


×