Gluggasmið sem sagði verkið í „algjörum forgangi“ gert að endurgreiða innborgun að fullu Atli Ísleifsson skrifar 7. desember 2022 15:29 Viðskiptavinur ákvað að rifta samningi þrettán mánuði eftir að tilboð fyrirtækisins var samþykkt. Þá var enn ekkert að frétta. Getty Fyrirtæki sem smíðar glugga hefur verið gert að endurgreiða viðskiptavini staðfestingargjald pöntunar að fullu eftir að viðskiptavinur ákvað að rifta samningi, þrettán mánuðum eftir að hann hafði samþykkt tilboð fyrirtækisins í smíði þriggja glugga og hurðar vegna lekavandamála í fasteign. Framkvæmdir voru þá ekki hafnar og ekki vitað til þess að fyrirtækið hefði hafið smíði glugganna. Þetta kemur fram í úrskurði kærunefndar vöru- og þjónustukaupa sem féll í byrjun mánaðar. Í úrskurðinum er málið rakið en viðskiptavinurinn hafði óskað eftir tilboði frá fyrirtækinu vegna smíði glugganna þriggja og hurðarinnar, sem og uppsetningar. Fyrirtækið gerði tilboð í verkið í júlí 2021 upp á rétt rúma milljón að meðtöldum virðisaukaskatti. Í tilboðinu var kveðið á um að 35 prósenta staðfestingargjald skyldi greitt við samþykki þess. Viðskiptavinurinn samþykkti það og greiddi staðfestingargjaldið, eða innborgunina, inn á reikning fyrirtækisins, um 360 þúsund krónur. „Í algjörum forgangi“ Gluggasmiðurinn og viðskiptavinurinn áttu svo í reglulegum samskiptum í gegnum tölvupóst þar sem viðskiptavinurinn ítrekaði margsinnis ósk sína um að gluggasmiðurinn myndi hefja verkið eins fljótt og kostur væri enda lægi fasteignin undir skemmdum vegna leka. Gluggasmiðurinn mætti svo loks til viðskiptavinarins í maí síðastliðinn til að mæla fyrir gluggunum og hurðinni. Tilkynnti smiðurinn þá að smíðin myndi hafa „algjöran forgang“ hjá honum og tæki hún um þrjár til fjórar vikur. Í gögnum kemur svo fram að ítrekaðar tafir hafi orðið á smíðinni. Viðskiptavinurinn tilkynnti svo með tölvupósti í ágúst síðastliðinn að hann sætti sig ekki við frekari drátt á því að verkið myndi hefjast, en þrettán mánuðir voru þá liðnir frá því viðskiptavinurinn hafði samþykkt tilboð smiðsins. Var þá óskað eftir ljósmyndum af framgangi gluggasmíðinnar til að færa sönnur á að gluggarnir væru tilbúnir eða smíði hafin. Smiðurinn varð ekki við beiðninni og sendi engar myndir. Fyrirtækið hafði í engu efnt samning Viðskiptavinurinn óskaði þá eftir endurgreiðslu á innborguninni – beiðni sem var ítrekuð viku síðar. Um miðjan október endurgreiddi smiðurinn hluta innborgunarinnar, 200 þúsund krónur. Viðskiptavinurinn leitaði svo til kærunefndarinnar og krafðist þess að smiðurinn myndi endurgreiða honum það sem eftir stóð, það er rúma 161 þúsund krónur. Kærunefndin taldi ljóst að verulegur dráttur hefði orðið á viðskiptunum með vísun í lög um þjónustukaup og því hafi viðskiptavininum verið heimilt að rifta samningi og óska eftir endurgreiðslu. „Við mat á endurgreiðslukröfu sóknaraðila verður að líta til þess, með hliðsjón af framlögðum gögnum, að varnaraðili hefur í engu efnt samning aðila,“ segir í úrskurðinum. Ber honum því að endurgreiða eftirstöðvar innborgunarinnar, 161.481 krónu, auk dráttarvaxta. Tengd skjöl ÚrskurðurPDF98KBSækja skjal Neytendur Málefni fjölbýlishúsa Byggingariðnaður Mest lesið Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Kaupa Gompute Viðskipti innlent Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Viðskipti innlent Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Viðskipti innlent „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslendingar aldrei verið ferðaglaðari Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Súpan með pappírnum innkölluð Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Vísar ásökunum um samráð á bug Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Grunur um listeríu í vinsælum ostum Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn, Símanum og Nova Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Vara við eggjum í kleinuhringjum Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur „Þær eru bara of dýrar“ Skamma og banna Play að blekkja neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Kaffi heldur áfram að hækka í verði Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Sjá meira
Þetta kemur fram í úrskurði kærunefndar vöru- og þjónustukaupa sem féll í byrjun mánaðar. Í úrskurðinum er málið rakið en viðskiptavinurinn hafði óskað eftir tilboði frá fyrirtækinu vegna smíði glugganna þriggja og hurðarinnar, sem og uppsetningar. Fyrirtækið gerði tilboð í verkið í júlí 2021 upp á rétt rúma milljón að meðtöldum virðisaukaskatti. Í tilboðinu var kveðið á um að 35 prósenta staðfestingargjald skyldi greitt við samþykki þess. Viðskiptavinurinn samþykkti það og greiddi staðfestingargjaldið, eða innborgunina, inn á reikning fyrirtækisins, um 360 þúsund krónur. „Í algjörum forgangi“ Gluggasmiðurinn og viðskiptavinurinn áttu svo í reglulegum samskiptum í gegnum tölvupóst þar sem viðskiptavinurinn ítrekaði margsinnis ósk sína um að gluggasmiðurinn myndi hefja verkið eins fljótt og kostur væri enda lægi fasteignin undir skemmdum vegna leka. Gluggasmiðurinn mætti svo loks til viðskiptavinarins í maí síðastliðinn til að mæla fyrir gluggunum og hurðinni. Tilkynnti smiðurinn þá að smíðin myndi hafa „algjöran forgang“ hjá honum og tæki hún um þrjár til fjórar vikur. Í gögnum kemur svo fram að ítrekaðar tafir hafi orðið á smíðinni. Viðskiptavinurinn tilkynnti svo með tölvupósti í ágúst síðastliðinn að hann sætti sig ekki við frekari drátt á því að verkið myndi hefjast, en þrettán mánuðir voru þá liðnir frá því viðskiptavinurinn hafði samþykkt tilboð smiðsins. Var þá óskað eftir ljósmyndum af framgangi gluggasmíðinnar til að færa sönnur á að gluggarnir væru tilbúnir eða smíði hafin. Smiðurinn varð ekki við beiðninni og sendi engar myndir. Fyrirtækið hafði í engu efnt samning Viðskiptavinurinn óskaði þá eftir endurgreiðslu á innborguninni – beiðni sem var ítrekuð viku síðar. Um miðjan október endurgreiddi smiðurinn hluta innborgunarinnar, 200 þúsund krónur. Viðskiptavinurinn leitaði svo til kærunefndarinnar og krafðist þess að smiðurinn myndi endurgreiða honum það sem eftir stóð, það er rúma 161 þúsund krónur. Kærunefndin taldi ljóst að verulegur dráttur hefði orðið á viðskiptunum með vísun í lög um þjónustukaup og því hafi viðskiptavininum verið heimilt að rifta samningi og óska eftir endurgreiðslu. „Við mat á endurgreiðslukröfu sóknaraðila verður að líta til þess, með hliðsjón af framlögðum gögnum, að varnaraðili hefur í engu efnt samning aðila,“ segir í úrskurðinum. Ber honum því að endurgreiða eftirstöðvar innborgunarinnar, 161.481 krónu, auk dráttarvaxta. Tengd skjöl ÚrskurðurPDF98KBSækja skjal
Neytendur Málefni fjölbýlishúsa Byggingariðnaður Mest lesið Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Kaupa Gompute Viðskipti innlent Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Viðskipti innlent Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Viðskipti innlent „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslendingar aldrei verið ferðaglaðari Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Súpan með pappírnum innkölluð Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Vísar ásökunum um samráð á bug Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Grunur um listeríu í vinsælum ostum Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn, Símanum og Nova Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Vara við eggjum í kleinuhringjum Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur „Þær eru bara of dýrar“ Skamma og banna Play að blekkja neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Kaffi heldur áfram að hækka í verði Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Sjá meira
Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“
Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent