„Ég er búin að elska þetta lag frá því það kom út árið 2013. Svo varð þetta uppáhalds jólalag mitt og dóttur minnar,“ sagði Selma í viðtali hjá Ásu Ninnu og Svavari í Bakaríinu á Bylgjunni um helgina.
Eftir að Sigga bað Selmu að syngja með sér á jólatónleikum sínum ákváðu þær að breyta þessu Kelly Clarkson lagi í dúett. Þær ætluðu að gefa lagið út fyrra en það frestaðist vegna heimsfaraldursins.
Lagið var því frumflutt í Bakaríinu. Jólalagið Klædd í rautt má heyra í spilaranum hér fyrir neðan.
Selma er mikið jólabarn og byrjar að skreyta heimilið strax í október. Nú er húsið því fullskreytt og jólatréð komið upp.
„Mér finnst allur aðdragandinn skemmtilegastur, og aðventan er algjörlega uppáhalds. Svo er þetta svo mikill gleðigjafi í skammdeginu.“
Viðtalið við Siggu og Selmu má heyra í spilaranum hér fyrir neðan.