Fella ákvörðun úr gildi og segja ekkert að kynningu Costco á endurnýjun aðildar Atli Ísleifsson skrifar 21. nóvember 2022 08:35 Costco áfrýjaði ákvörðun Neytendastofu frá í desember 2021 þar sem sagði að kynning Costco á endurnýjun aðildar væri villandi, ósanngjörn í garð neytenda og til þess fallin að hafa veruleg áhrif á fjárhagslega hagsmuni þeirra. Vísir/Hanna Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Neytendastofu sem kvað á um að kynning Costco á endurnýjun aðildar væri villandi. Þetta kemur fram í úrskurði nefndarinnar frá því fyrr í mánuðinum. Costco hafði þar áfrýjað ákvörðun Neytendastofu frá í desember 2021 þar sem sagði að kynning Costco á endurnýjun aðildar væri villandi, ósanngjörn í garð neytenda og til þess fallin að hafa veruleg áhrif á fjárhagslega hagsmuni þeirra. Neytendastofa tók málið til skoðunar eftir að ábending barst um að þegar viðskiptavinur endurnýjaði aðild sína hjá Costco þá hafi upphaf nýrrar aðildar miðað við þann tíma sem fyrri aðild hafi runnið út en ekki daginn sem aðild væri endurnýjuð. Í öllu kynningarefni hafi hins vegar komið fram að aðild sé tólf mánuðir en samkvæmt þessu gæti endurnýjuð aðild verið styttri. Stofnunin taldi að hinn almenni neytandi myndi ekki gera sér grein fyrir umræddum fyrirvörum á gildistíma enda alla jafna talað um árlegt aðildargjald og tólf mánaða gildistíma og ekki væri gerð grein fyrir þessum skilmála í kynningarefni aðildarinnar. Í úrskurði áfrýjunarnefnarinnar kom hins vegar fram að nefndin hafi talið skilmála endurnýjunar skýra um skilyrði hennar. Í hinni kærðu ákvörðun hafi heldur ekki verið vísað til kynningar- eða markaðsefnis þar sem gefið væri í skyn aðrir skilmálar. „Þá kom fram í gögnum Costco til áfrýjunarnefndar að við endurnýjun gætu neytendur valið milli þess að endurnýja eldri aðildar þar sem endurnýjunardagsetning sé sú þegar aðild rann út eða að taka nýja aðild þar sem dagsetning miðast við nýjan samningsdag. Taldi nefndin því ekki sýnt fram á að viðskiptahættir Costco væru villandi eða í andstöðu við ákvæði laga um óréttmæta viðskiptahætti,“ segir á vef Neytendastofu um úrskurð áfrýjunarnefndarinnar. Costco Auglýsinga- og markaðsmál Verslun Neytendur Tengdar fréttir Slær á fingur Costco vegna tilhögunar á endurnýjun aðildar viðskiptavina Neytendastofa hefur slegið á fingur Costco á Íslandi vegna tilhögunar og kynningar á endurnýjun viðskiptaaðildar hjá versluninni. Er hún talin villandi, ósanngjörn í garð neytenda og til þess fallin að hafa veruleg áhrif á fjárhagslega hagsmuni þeirra. 1. janúar 2022 11:06 Mest lesið Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Vara við súkkulaðirúsínum Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman „Algjört siðleysi“ Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur eigi meira inni Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Fær íshellaferð ekki endurgreidda Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Sjá meira
Þetta kemur fram í úrskurði nefndarinnar frá því fyrr í mánuðinum. Costco hafði þar áfrýjað ákvörðun Neytendastofu frá í desember 2021 þar sem sagði að kynning Costco á endurnýjun aðildar væri villandi, ósanngjörn í garð neytenda og til þess fallin að hafa veruleg áhrif á fjárhagslega hagsmuni þeirra. Neytendastofa tók málið til skoðunar eftir að ábending barst um að þegar viðskiptavinur endurnýjaði aðild sína hjá Costco þá hafi upphaf nýrrar aðildar miðað við þann tíma sem fyrri aðild hafi runnið út en ekki daginn sem aðild væri endurnýjuð. Í öllu kynningarefni hafi hins vegar komið fram að aðild sé tólf mánuðir en samkvæmt þessu gæti endurnýjuð aðild verið styttri. Stofnunin taldi að hinn almenni neytandi myndi ekki gera sér grein fyrir umræddum fyrirvörum á gildistíma enda alla jafna talað um árlegt aðildargjald og tólf mánaða gildistíma og ekki væri gerð grein fyrir þessum skilmála í kynningarefni aðildarinnar. Í úrskurði áfrýjunarnefnarinnar kom hins vegar fram að nefndin hafi talið skilmála endurnýjunar skýra um skilyrði hennar. Í hinni kærðu ákvörðun hafi heldur ekki verið vísað til kynningar- eða markaðsefnis þar sem gefið væri í skyn aðrir skilmálar. „Þá kom fram í gögnum Costco til áfrýjunarnefndar að við endurnýjun gætu neytendur valið milli þess að endurnýja eldri aðildar þar sem endurnýjunardagsetning sé sú þegar aðild rann út eða að taka nýja aðild þar sem dagsetning miðast við nýjan samningsdag. Taldi nefndin því ekki sýnt fram á að viðskiptahættir Costco væru villandi eða í andstöðu við ákvæði laga um óréttmæta viðskiptahætti,“ segir á vef Neytendastofu um úrskurð áfrýjunarnefndarinnar.
Costco Auglýsinga- og markaðsmál Verslun Neytendur Tengdar fréttir Slær á fingur Costco vegna tilhögunar á endurnýjun aðildar viðskiptavina Neytendastofa hefur slegið á fingur Costco á Íslandi vegna tilhögunar og kynningar á endurnýjun viðskiptaaðildar hjá versluninni. Er hún talin villandi, ósanngjörn í garð neytenda og til þess fallin að hafa veruleg áhrif á fjárhagslega hagsmuni þeirra. 1. janúar 2022 11:06 Mest lesið Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Vara við súkkulaðirúsínum Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman „Algjört siðleysi“ Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur eigi meira inni Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Fær íshellaferð ekki endurgreidda Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Sjá meira
Slær á fingur Costco vegna tilhögunar á endurnýjun aðildar viðskiptavina Neytendastofa hefur slegið á fingur Costco á Íslandi vegna tilhögunar og kynningar á endurnýjun viðskiptaaðildar hjá versluninni. Er hún talin villandi, ósanngjörn í garð neytenda og til þess fallin að hafa veruleg áhrif á fjárhagslega hagsmuni þeirra. 1. janúar 2022 11:06