Jól

Sá sem gaf Gumma Kíró göngu­skó í jóla­gjöf hefði átt að vita betur

Elma Rut Valtýsdóttir skrifar
Gummi Kíró elskar jólin en kemst þó ekki í hið sanna hátíðarskap fyrr en á aðfangadag.
Gummi Kíró elskar jólin en kemst þó ekki í hið sanna hátíðarskap fyrr en á aðfangadag.

Kírópraktorinn og fagurkerinn Guðmundur Birkir Pálmason, betur þekktur sem Gummi Kíró, segist vera erfiður þegar kemur að jólagjöfum. Hann viti aldrei hvað hann langi í en jólagjafirnar sem börnin búi til í skólanum hitti þó alltaf beint í hjartastað. Gummi Kíró er viðmælandi í Jólamola dagsins.

Jólamolar Vísis munu birtast reglulega fram að jólum. Þar fáum við að kynnast þjóðþekktum einstaklingum í nýju ljósi og komast að því hvað það er sem kemur þeim í jólagírinn. Jólamolunum er ekki síður ætlað að koma lesendum Vísis í hið eina sanna hátíðarskap.

Hvort myndirðu skilgreina þig sem Elf eða The Grinch?

„Haha elska þá báða, en ég myndi frekar líkja mér við Grinch, þar sem ég dett frekar seint jólagírinn. Ég elska jólin en ég kemst ekki í jólagírinn fyrr en kl 15 á aðfangadag þegar ilmurinn af jólasósunni og hamborgarhryggnum er farinn að ilma um eldhúsið.“

Hver er þín uppáhalds jólaminning?

„Mín uppáhalds jólaminning frá æsku er þegar að við öll systkinin, mamma og pabbi vorum öll saman að borða jólafrómasinn og athuga hver væri með möndluna í munninum.“

Hver er eftirminnilegasta jólagjöf sem þú hefur fengið?

„Eftirminnilegustu jólagjafirnar eru þær sem ég fæ frá börnunum á hverju ári sem þau búa til sjálf í skólanum. Ég elska þær gjafir og þær virkilega hitta beint í hjartastað.“

Hver er versta jólagjöf sem þú hefur fengið?

„Versta gjöfin voru gönguskór sem ég notaði aldrei og sá sem gaf mér gönguskó hefði átt að vita betur haha.“

Hver er uppáhalds jólahefðin þín?

„Mín uppáhalds jólahefð er jólakaffitíminn kl 15:00 á aðfangadag þar sem við setjumst niður öll saman að horfa á sænska jólaþáttinn frá Disney.“

Hver er þín uppáhalds jólamynd?

„Það er svo erfitt að velja eina mynd, en ef það er bara ein þá er það Home alone 2.“

Hvert er þitt uppáhalds jólalag?

„Uppáhalds jólalagið er Ein handa þér með Stebba Hilmars.“

Hvað borðar þú á aðfangadag?

„Við borðum hamborgarhrygg, jólasósuna, sykurbrúnaðar kartöflur, rauðkál og gular baunir. Desertinn er ananas frómas.“

Hvers óskar þú þér í jólagjöf í ár?

„Ég veit aldrei hvað mig langar í jólagjöf og það er algjör höfuðverkur fyrir þá sem gefa mér gjafir. Ef ég ætti að segja eitthvað væri það trefill frá Celine Homme.“

Hvað er það sem hringir inn jólin fyrir þér?

„Spenningurinn í krökkunum, jólaljós, kósíheit og fjölskyldan.“

Er eitthvað skemmtilegt á döfinni hjá þér núna fyrir jólin?

„Það eru fullt af skemmtilegum verkefnum framundan sem koma í ljós fljótlega eftir áramótin. En það verður slakað vel á um hátíðirnar og passað upp á að njóta þeirra með fjölskyldunni.“


Tengdar fréttir

Jólin voru erfiður tími þar til hún losnaði undan pressunni og fann jóla­gleðina á ný

Leikkonan Aldís Amah Hamilton hefur verið áberandi hér á landi síðustu ár, nú síðast fyrir hlutverk sitt í Svörtu söndum. Þessa dagana er verið að leggja lokahönd á handrit fyrir nýja þáttaröð af Svörtu söndum en Aldís er einn af hugmyndasmiðum þáttanna. Eftir það ætlar hún að taka sér gott jólafrí í fyrsta sinn í langan tíma, borða ljúffengan vegan mat, spila tölvuleiki og hlaða batteríin. Aldís Amah er viðmælandi í Jólamola dagsins.

Gaf for­eldrum sínum hræði­lega jóla­gjöf sem var fljótt látin hverfa

Jólamánuðurinn er genginn í garð og því eru eflaust margir sem eiga eftir að horfa á myndina Elf á næstu vikum, ef þeir eru ekki þegar búnir að því. Það er enginn annar en gleðigjafinn Felix Bergsson sem ljáir álfinum rödd sína í myndinni og er hann sjálfur mikið jólabarn. Felix er viðmælandi í Jólamola dagsins.

Dóna­legur pakki gerði Ást­rós vand­ræða­lega á að­fanga­dags­kvöld

Hin stórglæsilega og hæfileikaríka Ástrós Traustadóttir fangaði athygli þjóðarinnar þegar hún tók þátt í þáttunum Allir geta dansað fyrir fjórum árum síðan. Þá hafði hún verið áberandi á samfélagsmiðlum í þónokkur ár. Í dag er hún hluti af LXS áhrifavaldahópnum sem þjóðin fékk að kynnast í samnefndum raunveruleikaþáttum á Stöð 2 í haust. Ástrós er viðmælandi í Jólamola dagsins.

Gummi Kíró og Lína Birgitta trú­lofuð

Kírópraktorinn Guðmundur Birkir Pálmason, eða Gummi Kíró, áhrifavaldurinn Lína Birgitta Sigurðardóttir trúlofuðust í París í dag.

Innlit í fataskápa Gumma Kíró

Kírópraktorinn Guðmundur Birkir Pálmason eða Gummi Kíró kannast eflaust margir við. Sindri Sindrason leit við hjá Gumma á dögunum fyrir Ísland í dag og fékk að líta inn í fataskápana hans, en Gummi er þekktur fyrir smekklegan fatasmekk og kosta flíkurnar sitt.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.