Innlent

Harður á­rekstur í Voga­hverfi í nótt

Bjarki Sigurðsson skrifar
Áreksturinn átti sér stað í Vogahverfi í Reykjavík.
Áreksturinn átti sér stað í Vogahverfi í Reykjavík. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu

Þónokkur erill hefur verið hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu síðasta sólarhringinn. Dælubílar slökkviliðsins fóru í fjögur útköll í nótt. Harður árekstur varð í Vogahverfi um fimmleitið í nótt. 

Einn dælubíll og fjórir sjúkrabílar voru sendir á staðinn en þegar þangað var komið kom í ljós að aðeins var þörf á einum sjúkrabíl. Þetta kemur fram í Facebook-færslu slökkviliðsins. 

Meðal verkefna næturinnar hjá slökkviliðinu voru vatnsleki, loftpressa sem brann yfir í einni af sundlaugum höfuðborgarsvæðisins og aðstoð vegna slagsmála. 

Heildarboðanir á sjúkrabíla voru 107 en af þeim voru 33 forgangsverkefni og 21 verkefni eftir miðnætti. Slökkviliðið biður fólk um að fara varlega í dag og njóta dagsins. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×