Erlent

Vann stærsta lottó­vinning sögunnar

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Viðkomandi verður seint sagður á flæðiskeri staddur.
Viðkomandi verður seint sagður á flæðiskeri staddur. Ghung Sung-Jun/Getty Images

Stálheppinn Kaliforníu-búi í Bandaríkjunum vann stærsta lottóvinning sögunnar í dag í hinu svokallaða Powerball-lottói þar í landi. Viðkomandi hefur ekki gefið sig fram en vann tvo milljarða dollara.

Tveir milljarðar dollara eru tæplega 300 milljarðar íslenskra króna. Viðkomandi lottóvinningshafi var sá eini sem var með allar fimm tölur réttar auk bónustölunnar.

Heildarpotturinn var 2,04 milljarðar dollara, hæsti lottóvinningur í sögu lottós á heimsvísu. Sigurvegarinn hefur nú val um að þiggja eingreiðslu upp á 997 milljónir dollara, um 144 milljarða dollar íslenskra króna, eða fá alla upphæðina greidda í skömmtum árlega næstu 29 árin.

Powerball-lottóið er spilað í 45 af fimmtíu ríkjum Bandaríkjanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×