Innlent

Guðmundur Árni sjálfkjörinn varaformaður

Árni Sæberg skrifar
Guðmundur Árni Stefánsson er nýr varaformaður Samfylkingarinnar og Kristrún Frostadóttir nýr formaður.
Guðmundur Árni Stefánsson er nýr varaformaður Samfylkingarinnar og Kristrún Frostadóttir nýr formaður. Vísir/Vilhelm

Guðmundur Árni Stefánsson er nýr varaformaður Samfylkingarinnar eftir að engin mótframboð bárust á landsfundi flokksins í kvöld.

Guð­mundur Árni er odd­viti Sam­fylk­ing­ar­innar í Hafn­ar­firði, hann sat í bæj­­­­­ar­­­stjórn Hafn­ar­fjarðar í tólf ár fyrir aldamót, var bæj­­­­­ar­­­stjóri í sjö ár í Hafnarfirði og var kjörinn aftur í bæjarstjórn Hafnarfjarðar fyrr í ár. 

Þá sat hann á þingi fyrir Alþýð­u­­­flokk­inn, og síðar Sam­fylk­ing­una til 2005. Hann var vara­for­maður Alþýðu­flokks­ins 1994-1996 og aftur árið 1999, í aðdrag­anda þess að Alþýðu­flokk­ur­inn gekk inn í Sam­fylk­ing­una. Guðmundur Árni var heil­brigð­is- og trygg­inga­mála­ráð­herra og síðar félags­mála­ráð­herra árunum 1993 til 1994, að því er segir í fréttatilkynningu um kjör Guðmundar Árna.

Því er ljóst að mikill reynslubolti tekur við varaformannssætinu af Heiðu Björg Hilmisdóttur, sem ákvað að gefa ekki kost á sér áfram eftir að hafa verið kjörin formaður Samband íslenskra sveitarfélaga fyrir skömmu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×