Innlent

Viðbúnaður vegna potts á hellu í Hafnarfirði

Samúel Karl Ólason skrifar
Slökkvilið frá þremur stöðvum var sent af stað þar sem tilkynning um mögulegan eld barst frá fjölbýlishúsi.
Slökkvilið frá þremur stöðvum var sent af stað þar sem tilkynning um mögulegan eld barst frá fjölbýlishúsi. Vísir/Vilhelm

Nokkur viðbúnaður var hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins í Hafnarfirði i morgun eftir að tilkynning barst um mögulegan eld í fjölbýlishúsi. Slökkviliðsmenn frá þremur stöðvum voru sendir af stað eftir að tilkynning barst.

Fljótt kom þó í ljós að enginn var eldurinn, heldur hafði pottur gleymst á eldavél. Allir þeir slökkviliðsmenn sem kallaðir voru út, nema þeir fyrstu sem mættu á vettvang, voru því kallaðir aftur heim.

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu er nú unið að reykræstingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×