Innlent

Bein útsending: Auðlindin okkar til umræðu á Ísafirði

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Fundaröðin er á vegum matvælaráðuneytisins.
Fundaröðin er á vegum matvælaráðuneytisins. Vísir/Vilhelm

Streymt verður frá opnum fundi Auðlindarinnar okkar sem verður haldinn í dag, 25. október frá klukkan 17 til 19 í Edinborgarhúsinu á Ísafirði.

Fundurinn er sá fyrsti af fjórum sem haldnir verða á landsbyggðinni. Hinir verða haldnir á Reyðarfirði 1. nóvember, Vestmannaeyjum 8. nóvember og Akureyri 15. nóvember.

Fundarstjóri fundarins á Ísafirði er Gylfi Ólafsson, formaður bæjarráðs Ísafjarðarbæjar. Rebekka Hilmarsdóttir sérfræðingur á skrifstofu sjávarútvegs og fyrrum bæjarstjóri Vesturbyggðar mun halda erindi um verkefnið Auðlindin okkar og vinnu starfshópanna Aðgengi, Samfélag, Tækifæri og Umgengni.

Auk þess taka þátt í fundinum þau Benedikt Árnason ráðuneytisstjóri matvælaráðuneytis, Halla Jónsdótti úr starfshópnum Umgengni og framkvæmdastjóri Optitog, Katrín Júlíusdóttir úr starfshópnum Samfélag og fyrrum ráðherra og Óskar Veigu Óskarsson úr starfshópnum Tækifæri og sölustjóri Marel.

Öll þau sem láta sig málefni auðlindarinnar og sjávarútvegsins varða eru hvött til að fylgjast með fundinum, hægt verður að senda inn athugasemdir og fyrirspurnir meðan á fundinum stendur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×