Körfuboltakvöld um liðin: „Held að það sé alveg raunhæfur draumur“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. október 2022 13:01 Það var mikil stemmning í kringum Stólanna síðasta vor. Vísir/Bára Dröfn Tindastólsmenn voru hársbreidd frá því að vinna sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil á síðasta tímabili en bjuggu til eitt mesta ævintýri körfuboltasögunnar með því að fara frá því að vera í tómu tjóni um mitt tímabil í því að fara alla leið í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn. Subway deild karla í körfubolta fór af stað í gærkvöldi en síðustu tveir leikir fyrstu umferðarinnar fara fram í kvöld. Subway Körfuboltakvöld hitaði upp fyrir mótið í vikunni og nú má sjá hvað sérfræðingarnir höfðu að segja um liðin fjögur sem hefja leik í kvöld. Báðir leikir kvöldsins, fyrst leikur nýliða Hauka og Hattar klukkan 18.15 og svo leikur Keflavíkur og Tindastóls klukkan 20.15, verða sýndir beint á Stöð 2 Sport og eftir mun Subway Körfuboltakvöld síðan gera upp alla fyrstu umferðina. Stólarnir byrja líklega á eins erfiðum leik og hægt er eða á móti Keflavík á útivelli. Keflvíkingum er nefnilega spáð Íslandsmeistaratitlinum á þessu tímabili af fyrirliðum, þjálfurum og forráðamönnum. Miklar breytingar „Það urðu miklar breytingar á liði Tindastóls í sumar. Þjálfarinn Baldur Þór Ragnarsson hélt til Þýskalands þar sem hann þjálfar unglingalið Ratiopharm Ulm. Tindastóll samdi við hinn króatíska Vladimir Anzulović sem er nokkuð stórt nafn í króatísku þjálfaraflórunni,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, umsjónarmaður Körfuboltakvölds. „Stólarnir sömdu ekki aðeins við leikmenn og þjálfara því þeir framlengdu einnig við hinn skemmtilega Hlífar Óla Dagsson sem heldur áfram að kynna liðin af sinni landskunnu snilld,“ sagði Kjartan Atli sem fékk Brynjar Þór Björnsson til að velta fyrir sér komandi tímabili hjá sínum gömlu liðsfélögum. Klippa: Subway Körfuboltakvöld um Tindastól fyrir 2022-23 tímabilið Kjartan Atli vildi vita á hvorum staðnum, út í KR eða á Króknum, væri meiri pressa á körfuboltaliðinu. Bara bæjarfélag þar sem allt snýst um körfubolta „Það er öðruvísi pressa að vera á Króknum en samt ekki. Þetta er bara bæjarfélag þar sem allt snýst um körfubolta sérstaklega yfir vetrartímann þegar það er lítið annað að gerast. Þá er karfan númer eitt, tvö og þrjú. Þetta er það sem fólk talar um inn á kaffistofum og í vinnunni, hvernig gengi liðsins er. Ég upplifði eiginlega allt á þessum tíma sem ég var þarna, fyrst gekk alveg frábærlega og svo gekk alveg hræðilega. Svo náðum við aðeins að klóra í bakkann en svo hrundi þetta allt,“ sagði Brynjar Þór Björnsson, sérfræðingur Körfuboltakvölds. „Það er mjög gaman að spila þarna og mjög gaman þegar vel gengur. Þegar ég horfi til baka þá er það gríðarlega reynsla að hafa farið í gegnum svona tímabil þar sem þetta var dálítið mikið upp og niður,“ sagði Brynjar Þór. „Það er koma þarna nýr kani með stóran prófíl og nýr þjálfari sem er með stóran prófíl líka. Það er náttúrulega pressa því það er verið að setja mikið í sölurnar. Þegar er verið að leggja mikið í sölurnar þá viltu sjá árangur. Þetta fer dálítið eftir því hvernig þjálfarinn kemur inn í þetta og hvernig hann bregst við ef illa gengur. Hvort pressan muni ná til hans og hann munu beita meira þessum króatískum aðferðum með öskrum og látum,“ sagði Brynjar. Þú ert með allt til alls þarna En geta Stólarnir dreymt um að vinna loksins Íslandsmeistaratitilinn á þessu tímabili. „Ég held að það sé alveg raunhæfur draumur. Þú ert með allt til alls þarna og þeir eru með allt hráefnið til að ná lengra,“ sagði Brynjar en það má heyra allt sem Brynjar sagði um Tindastólsliðið hér fyrir ofan. Hér fyrir neðan má líka sjá hvað sérfræðingar Körfuboltakvölds sögðu um liðin þrjú sem spila líka sinn fyrsta leik í kvöld eða lið Keflavíkur, Hattar og Hauka. Klippa: Subway Körfuboltakvöld um Keflavík og Njarðvík fyrir 2022-23 tímabilið Klippa: Subway Körfuboltakvöld um Hauka fyrir 2022-23 tímabilið Klippa: Subway Körfuboltakvöld um Hött fyrir 2022-23 tímabilið Subway-deild karla Tindastóll Keflavík ÍF Haukar Höttur Mest lesið Komst við er hann ræddi Schumacher Formúla 1 Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Handbolti Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Enski boltinn Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Enski boltinn Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Fótbolti F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Formúla 1 Tvíburasysturnar óvænt hættar Körfubolti Erfitt að fara fram úr rúminu Handbolti Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Körfubolti „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu „Ótrúlega dýrmætur sigur fyrir okkur“ Uppgjörið: Stjarnan - KR 98-96 | Stjarnan vann eftir háspennu Þór Þ. - ÍA 105-75 | Þórsarar byrja árið á stórsigri Elvar frábær í fyrsta leik ársins Uppgjörið: Ármann - Álftanes 75-110 | Mikilvægur sigur eftir taphrinu Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Nýr bakvörður í Njarðvík fyrir nágrannaslaginn KR bætir við sig Letta Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár Sjá meira
Subway deild karla í körfubolta fór af stað í gærkvöldi en síðustu tveir leikir fyrstu umferðarinnar fara fram í kvöld. Subway Körfuboltakvöld hitaði upp fyrir mótið í vikunni og nú má sjá hvað sérfræðingarnir höfðu að segja um liðin fjögur sem hefja leik í kvöld. Báðir leikir kvöldsins, fyrst leikur nýliða Hauka og Hattar klukkan 18.15 og svo leikur Keflavíkur og Tindastóls klukkan 20.15, verða sýndir beint á Stöð 2 Sport og eftir mun Subway Körfuboltakvöld síðan gera upp alla fyrstu umferðina. Stólarnir byrja líklega á eins erfiðum leik og hægt er eða á móti Keflavík á útivelli. Keflvíkingum er nefnilega spáð Íslandsmeistaratitlinum á þessu tímabili af fyrirliðum, þjálfurum og forráðamönnum. Miklar breytingar „Það urðu miklar breytingar á liði Tindastóls í sumar. Þjálfarinn Baldur Þór Ragnarsson hélt til Þýskalands þar sem hann þjálfar unglingalið Ratiopharm Ulm. Tindastóll samdi við hinn króatíska Vladimir Anzulović sem er nokkuð stórt nafn í króatísku þjálfaraflórunni,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, umsjónarmaður Körfuboltakvölds. „Stólarnir sömdu ekki aðeins við leikmenn og þjálfara því þeir framlengdu einnig við hinn skemmtilega Hlífar Óla Dagsson sem heldur áfram að kynna liðin af sinni landskunnu snilld,“ sagði Kjartan Atli sem fékk Brynjar Þór Björnsson til að velta fyrir sér komandi tímabili hjá sínum gömlu liðsfélögum. Klippa: Subway Körfuboltakvöld um Tindastól fyrir 2022-23 tímabilið Kjartan Atli vildi vita á hvorum staðnum, út í KR eða á Króknum, væri meiri pressa á körfuboltaliðinu. Bara bæjarfélag þar sem allt snýst um körfubolta „Það er öðruvísi pressa að vera á Króknum en samt ekki. Þetta er bara bæjarfélag þar sem allt snýst um körfubolta sérstaklega yfir vetrartímann þegar það er lítið annað að gerast. Þá er karfan númer eitt, tvö og þrjú. Þetta er það sem fólk talar um inn á kaffistofum og í vinnunni, hvernig gengi liðsins er. Ég upplifði eiginlega allt á þessum tíma sem ég var þarna, fyrst gekk alveg frábærlega og svo gekk alveg hræðilega. Svo náðum við aðeins að klóra í bakkann en svo hrundi þetta allt,“ sagði Brynjar Þór Björnsson, sérfræðingur Körfuboltakvölds. „Það er mjög gaman að spila þarna og mjög gaman þegar vel gengur. Þegar ég horfi til baka þá er það gríðarlega reynsla að hafa farið í gegnum svona tímabil þar sem þetta var dálítið mikið upp og niður,“ sagði Brynjar Þór. „Það er koma þarna nýr kani með stóran prófíl og nýr þjálfari sem er með stóran prófíl líka. Það er náttúrulega pressa því það er verið að setja mikið í sölurnar. Þegar er verið að leggja mikið í sölurnar þá viltu sjá árangur. Þetta fer dálítið eftir því hvernig þjálfarinn kemur inn í þetta og hvernig hann bregst við ef illa gengur. Hvort pressan muni ná til hans og hann munu beita meira þessum króatískum aðferðum með öskrum og látum,“ sagði Brynjar. Þú ert með allt til alls þarna En geta Stólarnir dreymt um að vinna loksins Íslandsmeistaratitilinn á þessu tímabili. „Ég held að það sé alveg raunhæfur draumur. Þú ert með allt til alls þarna og þeir eru með allt hráefnið til að ná lengra,“ sagði Brynjar en það má heyra allt sem Brynjar sagði um Tindastólsliðið hér fyrir ofan. Hér fyrir neðan má líka sjá hvað sérfræðingar Körfuboltakvölds sögðu um liðin þrjú sem spila líka sinn fyrsta leik í kvöld eða lið Keflavíkur, Hattar og Hauka. Klippa: Subway Körfuboltakvöld um Keflavík og Njarðvík fyrir 2022-23 tímabilið Klippa: Subway Körfuboltakvöld um Hauka fyrir 2022-23 tímabilið Klippa: Subway Körfuboltakvöld um Hött fyrir 2022-23 tímabilið
Subway-deild karla Tindastóll Keflavík ÍF Haukar Höttur Mest lesið Komst við er hann ræddi Schumacher Formúla 1 Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Handbolti Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Enski boltinn Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Enski boltinn Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Fótbolti F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Formúla 1 Tvíburasysturnar óvænt hættar Körfubolti Erfitt að fara fram úr rúminu Handbolti Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Körfubolti „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu „Ótrúlega dýrmætur sigur fyrir okkur“ Uppgjörið: Stjarnan - KR 98-96 | Stjarnan vann eftir háspennu Þór Þ. - ÍA 105-75 | Þórsarar byrja árið á stórsigri Elvar frábær í fyrsta leik ársins Uppgjörið: Ármann - Álftanes 75-110 | Mikilvægur sigur eftir taphrinu Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Nýr bakvörður í Njarðvík fyrir nágrannaslaginn KR bætir við sig Letta Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár Sjá meira