Viðskipti innlent

Hildur Margrét ráðin til Lands­bankans

Atli Ísleifsson skrifar
Hildur Margrét Jóhannsdóttir.
Hildur Margrét Jóhannsdóttir. Landsbankinn

Hildur Margrét Jóhannsdóttir hagfræðingur hefur verið ráðin til starfa í Hagfræðideild Landsbankans.

Í tilkynningu kemur fram að Hildur Margrét hafi lokið B.A.-gráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands árið 2016 og M.Sc.-gráðu í alþjóða- og stjórnmálahagfræði frá London School of Economics árið 2017.

„Frá árinu 2020 var hún fréttamaður hjá Ríkisútvarpinu. Áður starfaði Hildur Margrét tímabundið í utanríkisráðuneytinu og í sendiráði Íslands í London og þar áður í hagdeild Alþýðusambands Íslands,“ segir í tilkynningunni frá Landsbankanum. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×