Dusty úr leik eftir annað tap dagsins Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 23. september 2022 15:39 Dusty er úr leik í BLAST. Íslenska rafíþróttaliðið Dusty er úr leik á BLAST Premier mótinu. Dusty tapaði gegn sænska liðinu Lilmix í seinni leik liðsins í dag og er því úr leik eftir að hafa tapað báðum leikjum dagsins. Dusty mátti þola naum tap gegn danska liðinu Ecstatic fyrr í dag, 13-16. Spiluð var svokölluð „Double elimination“ umferð þannig Dusty mætti Lilmix, tapliðinu frá hinni viðureign morgunsins. Dusty þurfti á sigri að halda gegn Lilmix til að koma sér í ákvörðunarleikinn gegn danska liðinu Masonic, en liðið lenti strax í vandræðum. Lilmix vann fyrstu sjö loturnar í leiknum og liðsmenn Dusty því strax komnir með bakið upp við vegg. Lilmix jók forskot sitt fljótlega í 13-2 og Dusty þurfti því á kraftaverki að halda til að snúa leiknum við. Liðsmenn Dusty vöknuðu loksins til lífsins á þessum tímapunkti og unnu þrjár lotur í röð. Það var þó langt frá því að vera nóg til að ógna forskoti sænska liðsins af einhverju viti og Lilmix vann að lokum sannfærandi sigur, 16-6. Lilmix mætur nú danska liðinu Masonic í ákvörðunarleik riðilsins, en viðureignina má sjá í opinni dagskrá á Stöð 2 eSport með því að smella hér. Dusty Rafíþróttir Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Segist græða jafn mikið á einum Steraleikum og þrettán heimsmeistaramótum Sport
Dusty mátti þola naum tap gegn danska liðinu Ecstatic fyrr í dag, 13-16. Spiluð var svokölluð „Double elimination“ umferð þannig Dusty mætti Lilmix, tapliðinu frá hinni viðureign morgunsins. Dusty þurfti á sigri að halda gegn Lilmix til að koma sér í ákvörðunarleikinn gegn danska liðinu Masonic, en liðið lenti strax í vandræðum. Lilmix vann fyrstu sjö loturnar í leiknum og liðsmenn Dusty því strax komnir með bakið upp við vegg. Lilmix jók forskot sitt fljótlega í 13-2 og Dusty þurfti því á kraftaverki að halda til að snúa leiknum við. Liðsmenn Dusty vöknuðu loksins til lífsins á þessum tímapunkti og unnu þrjár lotur í röð. Það var þó langt frá því að vera nóg til að ógna forskoti sænska liðsins af einhverju viti og Lilmix vann að lokum sannfærandi sigur, 16-6. Lilmix mætur nú danska liðinu Masonic í ákvörðunarleik riðilsins, en viðureignina má sjá í opinni dagskrá á Stöð 2 eSport með því að smella hér.
Dusty Rafíþróttir Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Segist græða jafn mikið á einum Steraleikum og þrettán heimsmeistaramótum Sport