Viðskipti innlent

Lauf Forks og Si­dekick Health hlutu Ný­sköpunar­verð­launin

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
F.v. Tryggvi Þorgeirsson, læknir og forstjóri Sidekick Health, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og Benedikt Skúlason, framkvæmdastjóri Lauf Forks. Verðlaunagripurinn er stytta af frjósemisgoðinu Frey eftir Hallstein Sigurðsson myndhöggvara.
F.v. Tryggvi Þorgeirsson, læknir og forstjóri Sidekick Health, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og Benedikt Skúlason, framkvæmdastjóri Lauf Forks. Verðlaunagripurinn er stytta af frjósemisgoðinu Frey eftir Hallstein Sigurðsson myndhöggvara. Aðsent

Nýsköpunarverðlaunin vegna ársins 2021 og 2022 voru afhent á Nýsköpunarþingi í Grósku í dag. Fyrirtækin Lauf Forks og Sidekick Health hlutu verðlaunin en það var Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra sem afhenti þau.

Nýsköpunarverðlaunin eru veitt til fyrirtækja sem þykja hafa skarað fram úr í rannsóknum og nýsköpun með þróun nýrrar vöru eða þjónustu. Verðlaunin veita Rannís, Íslandsstofa Hugverkastofa og Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins.

Fyrirtækið Lauf Forks hlaut verðlaunin árið 2021 vegna hugmyndar að fjöðrunargaffli fyrir reiðhjól en gaffallinn var hannaður fyrir lítil högg. Áður hafi einungis viðhaldsfrekir fjöðrunargafflar fyrir fjallahjól verið á markaði.

Fyrirtækið var stofnað árið 2011 og er helsta afurð félagsins í dag malarhjól sem byggja á fjöðrunartækninni en hún er einkaleyfisvarin.

Sidekick Health hlaut verðlaunin árið 2022 en það þróar og markaðssetur stafrænar heilbrigðismeðferðir í samstarfi við stærstu lyfja- og sjúkratryggingafélög í Evrópu og Bandaríkjunum. Eins og til dæmis lyfjarisann Pfizer.

Fyrirtækið vinnur að rannsóknarverkefnum víða um heim og vill styðja við sjúklinga utan heilbrigðiskerfisins ásamt því að daga úr álagi á heilbrigðisstarfsfólk meðal annars. Um 190 manns starfa hjá fyrirtækinu.

Frekari upplýsingar um fyrirtækin má finna hér






Fleiri fréttir

Sjá meira


×