Erlent

„Ofur-fellibylur“ stefnir í átt að Japan

Bjarki Sigurðsson skrifar
Fellibylurinn er flokkaður sem „ofur-fellibylur“
Fellibylurinn er flokkaður sem „ofur-fellibylur“ Getty

Jarðvísindastofnun Japan hefur óskað eftir því að íbúar á suðurhluta eyjunnar Kyushu yfirgefi heimili sín þar sem fellibylurinn Nanmadol stefnir þangað. Talið er að allt að hálfur metri af rigningu falli á svæðinu á sunnudaginn.

Bandarísk yfirvöld flokka fellibylinn sem „ofur-fellibyl“ vegna stærðar hans. Samkvæmt fréttaveitunni Reuters gæti fellibylurinn orðið sá skaðlegasti í áratugi í Japan.

Einhverjum lestarleiðum á eyjunni hefur verið lokað og flugum verið frestað þar til rigningin er hætt.

Vindhraðinn gæti náð allt að 200 kílómetra hraða og búist er við háum öldum við strendur Kyushu. Þrátt fyrir að stormurinn sjálfur nái ekki til eyjunnar fyrr en á morgun er talið öldugangurinn gæti hafist í dag.

Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur vakti athygli á fellibylnum á Facebook-síðu sinni fyrr í dag en hann segir að fellibylurinn hafi eflst mjög síðasta sólarhringinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×