Viðskipti innlent

Róbert ráðinn fjár­mála- og rekstrar­stjóri KAPP

Bjarki Sigurðsson skrifar
Róbert Gíslason, nýr rekstrar- og fjármálastjóri KAPP.
Róbert Gíslason, nýr rekstrar- og fjármálastjóri KAPP. Bent Marinósson

Róbert Gíslason hefur verið ráðinn rekstrar- og fjármálastjóri þjónustufyrirtækisins KAPP ehf. og mun sjá um daglegan rekstur félagsins. Róbert kemur til KAPP frá Greiðslumiðlun Íslands.

Róbert starfaði áður sem rekstrarstjóri Pacta lögmanna og Motus. Fyrir það var hann meðal annars fjármála- og viðskiptastjóri Libra ehf. og starfaði hjá GPG Seafood, Útgerðarfélagi Akureyrar og Wise.

Róbert hefur lokið MCF-meistaranámi í fjármálum fyrirtækja og B.Sc Honore í sjávarútvegsfræðum.

„Við eigendur KAPP fögnum því að fá svona liðstyrk við félagið. Reynsla Róberts mun nýtast vel í störfum fyrir okkur," segir Freyr Friðriksson, framkvæmdastjóri KAPP, í tilkynningu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×