Mokveiði á maðkinn í Ytri Rangá Karl Lúðvíksson skrifar 8. september 2022 08:46 Mynd: West Ranga river Iceland FB Maðkveiðihófst í byrjun september í Ytri Rangá og það var alveg vitað að veiðin yrði rosaleg því það er mikið af laxi í ánni. Það er búin að vera mikil veiði eftir að maðkurinn fór niður og þessi mokveiði í Ytri Rangá er búin að koma henni upp yfir 4.000 laxa, nánar tiltekið var veiðin komin í 4.037 laxa í gærkvöldi. Það er ennþá lax að ganga og lúsugir laxar að veiðast á Borg og á neðstu veiðistöðunum á aðalsvæðinu og víðar. Það er alveg ljóst að áin verður líklega komin yfir 5.000 laxa í þessum mánuði og líklega nokkuð vel yfir það. Það er veitt í Ytri Rangá fram til loka október og eftir 21. september er hægt að komast í staka daga og það eru margir veiðimenn sem nýta sér það. Haustveiðin í ánni getur verið feykna góð ef það verður ekki of kalt og það sem meira er að á þeim árstíma, þá sérstaklega á neðri hlutanum af ánni fer stóri sjóbirtingurinn að sýna sig. Stangveiði Rangárþing ytra Mest lesið Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði Svona losar þú veiðikróka úr húðinni Veiði 6.563 fiskar veiðst í Veiðivötnum Veiði Norðurá og Blanda bláar af laxi Veiði Mikið líf við Elliðavatn Veiði Norðurá og Hofsá komnar yfir 1.000 laxa Veiði Heldur rólegt á fyrsta veiðideginum í Elliðavatni Veiði Mikið líf í Elliðavatni um helgina Veiði 30 laxar á tvær stangir í síðasta holli Veiði Hróarslækur kominn til Iceland Outfitters Veiði
Það er búin að vera mikil veiði eftir að maðkurinn fór niður og þessi mokveiði í Ytri Rangá er búin að koma henni upp yfir 4.000 laxa, nánar tiltekið var veiðin komin í 4.037 laxa í gærkvöldi. Það er ennþá lax að ganga og lúsugir laxar að veiðast á Borg og á neðstu veiðistöðunum á aðalsvæðinu og víðar. Það er alveg ljóst að áin verður líklega komin yfir 5.000 laxa í þessum mánuði og líklega nokkuð vel yfir það. Það er veitt í Ytri Rangá fram til loka október og eftir 21. september er hægt að komast í staka daga og það eru margir veiðimenn sem nýta sér það. Haustveiðin í ánni getur verið feykna góð ef það verður ekki of kalt og það sem meira er að á þeim árstíma, þá sérstaklega á neðri hlutanum af ánni fer stóri sjóbirtingurinn að sýna sig.
Stangveiði Rangárþing ytra Mest lesið Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði Svona losar þú veiðikróka úr húðinni Veiði 6.563 fiskar veiðst í Veiðivötnum Veiði Norðurá og Blanda bláar af laxi Veiði Mikið líf við Elliðavatn Veiði Norðurá og Hofsá komnar yfir 1.000 laxa Veiði Heldur rólegt á fyrsta veiðideginum í Elliðavatni Veiði Mikið líf í Elliðavatni um helgina Veiði 30 laxar á tvær stangir í síðasta holli Veiði Hróarslækur kominn til Iceland Outfitters Veiði