Innlent

Vísað úr Strætó fyrir að hafa verið með „al­menn leiðindi“

Atli Ísleifsson skrifar
Lögregla stöðvaði einn ökumann sem grunaður er um akstur undir áhrifum áfengis.
Lögregla stöðvaði einn ökumann sem grunaður er um akstur undir áhrifum áfengis. Vísir/Vilhelm

Lögregla á höfuðborgarsvæðinu vísaði manni úr strætisvagni í gærkvöldi en sá hafði verið „almenn leiðindi“ um borð.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni, en umrætt atvik átti sér stað í hverfi lögreglustöðvar 3 sem nær yfir Kópavog og Breiðholt í Reykjavík.

Í dagbók lögreglu segir einnig frá því að tilkynnt hafi verið um fjóra menn að slást fyrir utan veitingastað í austurborg Reykjavíkur. Þegar lögregla hafi komið á staðinn hafi hins vegar ekkert verið að sjá „nema tvo ölvaða menn sem sögðust ekki hafa tekið eftir neinu“, líkt og það er orðað.

Þá var tilkynnt um innbrot í sameign og geymslur fjölbýlishúss, þar sem ekki liggja fyrir frekari upplýsingar að því er fram kemur í tilkynningunni. Þá var sömuleiðis tilkynnt um innbrot á heimili á höfuðborgarsvæðinu og er málið í rannsókn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×