Atvinnulíf

Algengustu mýturnar í leiðinlegri vinnu

Rakel Sveinsdóttir skrifar
Það eru mýtur að við séum í leiðinlegri vinnu til þess að framfleyta okkur eða vegna þess að lífið er ekki alltaf skemmtilegt. Þetta hafa rannsóknir sýnt í fjölda ára og því algjör synd að fólk eyði mínútunni lengur í að láta sér leiðast.
Það eru mýtur að við séum í leiðinlegri vinnu til þess að framfleyta okkur eða vegna þess að lífið er ekki alltaf skemmtilegt. Þetta hafa rannsóknir sýnt í fjölda ára og því algjör synd að fólk eyði mínútunni lengur í að láta sér leiðast. Vísir/Getty

Oooh. Enn einn vinnudagurinn og jafn súrt og það hljómar er fullt af fólki sem nennir varla fram úr einfaldlega vegna þess að þeim finnst svo leiðinlegt í vinnunni.

Leiðinleg vinna. Leiðinleg verkefni.  Langar að vera annars staðar.  Langar að vera að gera eitthvað annað.

Í verstu tilfellunum finnst fólki jafnvel vinnufélagarnir hundleiðinlegir.

Þegar að líðanin er þessi eru tvær mýtur sem eru mjög ráðandi í huganum og þær eru:

#1. Það þurfa allir að gera eitthvað sem er leiðinlegt. Lífið er ekki bara skemmtilegt.

#2. Ég verð að vera hér til að framfleyta mér.

Rannsóknir hafa hins vegar sýnt og sannað til fjölda ára að þetta eru mýtur. Því fyrst og fremst er það hugarfarið okkar sem skiptir máli en ekki vinnan sjálf eða launin.

Til dæmis hafa margar rannsóknir sýnt að jákvætt hugarfar bætir bæði andlega og líkamlega heilsu.

Og rannsóknir hafa líka sýnt að peningar og hamingja er ekkert það sama.

Reyndar er vert að benda hér á að peningaáhyggjur eru ekki það sama og leiðindi. Ef þér finnst þú vera í vinnu eingöngu vegna kvíða yfir peningamálunum er því gott að gúggla og finna leiðir til þess að sporna við þessum kvíða. Því það er alltaf hægt að láta sér líða aðeins betur, sama hver staðan er.

Ef leiðindi eru hins vegar rót vandans eru hér nokkur einföld ráð sem gætu komið þér af stað í jákvæðar breytingar:

#1. Hvað ert þú að gera í stöðunni?

Einfalt ráð er til dæmis að taka ákvörðun um að brosa meira á daginn því það er alveg ótrúlegt hvað meira bros getur gert fyrir okkur og reyndar alla aðra í kringum okkur.

#2. Hvað viltu gera í stöðunni?

Mögulega ertu með einhverja óljósa hugmynd að ef þú værir að vinna annars staðar væri lífið mun skemmtilegra. Málið er að það þarf hins vegar bara alls ekkert að vera svo. Sérstaklega ef jákvæða viðhorfið þitt á erfitt uppdráttar.

#3. Hvert stefnir þú?

Við þurfum alltaf að byrja einhvers staðar og ef staðan er þannig að þú veist ekki hvað þig langar til að gera eða vera, er um að gera að byrja á því verkefni strax. Hverjir eru draumarnir og hvað langar þig mest að gera eða vera?

Mögulega gæti það truflað marga að sjálfsmatið er of lágt og fyrir vikið hefur fólk ekki trú á að því gæti vegnað betur eða að draumarnir rætist. Ef svo er, gæti verið gott að gúggla og reyna að finna leiðir og lausnir til að efla sjálfsmatið. Sem gæti opnað margar dyr og mikla gleði, þótt þú værir áfram í sömu vinnu.


Tengdar fréttir

Ætti ég að skipta um vinnu?

Það er einmitt á þessum tíma árs sem við horfum svolítið inn á við með hvað okkur langar að gera. Sumir velta til dæmis fyrir sér hvort nú sé tíminn til að skipta um starf?

Að hata mánudaga

Það kannast allir við að talað sé um mánudaga sem leiðinlegustu daga vikunnar. En ef þér finnst mánudagar leiðinlegir, hefur þú velt því fyrir þér hvers vegna svo er?





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×