Viðskipti innlent

Sigurður Bjarni nýr fjár­mála­stjóri Keilis

Bjarki Sigurðsson skrifar
Sigurður Bjarni Hafþórsson er nýr fjármálastjóri Keilis.
Sigurður Bjarni Hafþórsson er nýr fjármálastjóri Keilis. Aðsend

Sigurður Bjarni Hafþórsson hefur verið ráðinn fjármálastjóri Keilis, miðstöðvar vísinda, fræða og atvinnulífs. Hann tekur við stöðunni af Idu Jensdóttur og hefur þegar hafið störf.

Sigurður Bjarni hefur starfað hjá Keili síðan í mars 2021 sem forstöðumaður Heilsusakademíu og síðar sem verkefnastjóri viðskiptaþróunar. Hann er með gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum á Akureyri og hefur starfað síðustu tuttugu ár á fjármálamarkaði sem viðskipta- og vöru stjóri, ásamt því að hafa gengt stöðu forstöðumanns vörustjórnunar, áhættumats og forvarna fyrirtækja hjá VÍS.

Sigurður Bjarni starfaði fyrir þann tíma við verðbréfamiðlun hjá Kviku banka og við verðbréfamiðlun og eignastýringu hjá Íslenskum verðbréfum. Hann starfaði einnig sem deildarstjóri hóptíma og einkaþjálfunar hjá Hreyfingu heilsurækt ásamt því að hafa starfað sem leiðbeinandi í hóptímakennslu í rúmlega 25 ár.

Keilir skiptist í fjóra skóla sem innihalda fjölbreytt námsframboð þar sem áhersla er á að laga sig að þörfum og kröfum nútímanemenda. Skólarnir eru Háskólabrú, Heilsuakademía, Flugakademía Íslands og Menntaskólinn á Ásbrú.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×