Kennir konum að kveikja aftur upp kynorkuna og snerta sig Ása Ninna Pétursdóttir og Elísabet Hanna skrifa 24. ágúst 2022 12:31 Helga Snjólfsdóttir leiðbeinir konum sem vilja læra að stjórna og endurheimta kynorkuna sína. „Það er ekki hægt að fara úr núll kynlöngun og í það að vilja byrja strax að stunda reglulegt kynlíf. Þú verður að finna þig, snerta þig og læra að upplifa þig sem kynveru áður en þú byrjar að vilja stunda kynlíf, “ segir Helga Snjólfsdóttir í viðtali við Makamál. Endurheimtir líf sitt til baka eftir þunglyndi Verkfræðingurinn og jógakennarinn Helga hefur undanfarin ár starfað innan jógaheimsins þar sem hún hefur lagt áherslu á að veita ráðgjöf og leiðsögn hvað varðar kynlíf, samskipti og nánd. Sjálf hefur hún átt við veikindi að stríða í kjölfar kulnunar sem hún lýsir eins og að hafa verið læst inn í þunglyndisskýi. Eftir krefjandi tíma sé hún loksins á réttri braut eftir að hafa fengið greiningu og þá aðstoð sem hún þurfti. „Ég er nú smá saman að endurheimta líf mitt til baka,“ segir Helga sem viðurkennir að hún sé klökk að tala um þessa reynslu. Ég er allt í einu orðin eðlilega mamma, ef svo má að orði komast. Ég get sinnt húsverkum og byrjað smátt og smátt að finna taktinn. View this post on Instagram A post shared by Helga Snjólfs Allt sem þú ert (@helgasnjolfs) Læra að stjórna kynorkunni Kynlöngun kvenna hefur lengi verið Helgu hugleikin en nú í dag stendur hún fyrir námskeiði jógastöðinni Yoga Shala. sem kallast Kvennahringur með yfirskriftinni, Hvað kveikir í mér? „Ég er búin að pússa gongið mitt og er tilbúin í kvöldið,“ segir Helga í samtali við Vísi en það eina sem þátttakendur þurfa að hafa með sér er forvitni og áhugi á að kynnast sér betur sem kynveru. Hún segist upplifa sterkt að opna þurfi umræðuna um þessi málefni og bjóða konum upp á öruggt umhverfi til að ræða saman um kynlöngun og kynorku. Það sé mikilvægt að læra að stjórna kynorkunni og vita hvernig. Mín kynlöngun er á mína ábyrgð það er enginn annar sem á að kunna að kveikja í mér ef ég veit ekki sjálf hvernig ég virka. „Ég þarf að vita hvað það er sem kveikir á mér og hvað það er sem slekkur á mér og þarna er mjög margt sem hefur áhrif sem við þurfum að vera meðvituð um.“ Risafatastafli í þvottahúsinu getur slökkt á kynlönguninni Helga segir mikilvægt að konur átti sig á því hvað það sé í umhverfinu sem hafi áhrif á kynlöngunina til læra að stjórna kynorkunni. Getty Helga segir það mjög ólíkt hvernig við sem manneskjur virkum þegar kemur að kynlönguninni og það geti oft á tíðum verið ofur einfaldir hlutir sem spili þar inn í. „Slekkur það á mér ef það er til dæmis risahaugur af fatastafla sem býður mín í stofunni eða þvottahúsinu? þetta hljómar kannski ekkert alltaf sexí en kannski þurfa sumar að hugsa út í þetta og vera þá meðvitaðar um það. Allt svona skiptir máli því það er svo margt sem hefur áhrif á kynorkuna okkar.“ Ekki hægt að leysa kynlífsvandann í sambandinu nema læra á sjálfa sig Helga segir kynorkuna vera stóran hluta af lífinu og að sínu mati mjög mikilvæga. Ég er ekki að segja að það sé mikilvægt að hún sé í toppi alltaf, alla daga. Það er allskonar sem hefur áhrif þar á. En kynorka og kynlíf eru mjög mikilvægir þættir þegar kemur að tengslum og nánd. Hvað er algengasta vandamálið sem þér finnst konur tala um varðandi kynlöngun? „Ég heyri langoftast að það sé þegar það er ekki samsvarandi löngun á kynlífi í parasamböndum. Þó að það sé ekki raunhæft markmið að vera nákvæmlega á sama stað þegar það kemur að kynlöngun þá er mikilvægt að konur geri sér grein fyrir því að það er ekki hægt að byrja að leysa þennan vanda ef þær þekkja ekki sjálfar nógu vel inn á sína eigin kynlöngun.“ Detail of woman in lingerie lying in her bedGetty Hún segir suma einstaklinga finna fyrir löngun um leið og þeir byrja að hugsa um kynlíf á meðan aðrir þurfa snertingu og nánd til að finna löngunina. Samskipti para yfir daginn og álag almennt hafi líka mikið að segja en þá sé það þess frekar mikilvægt að fólk sé meðvitað um hvað það er nákvæmlega sem er að hafa áhrif. Fyrir þær konur sem upplifa að þær hafi misst löngunina eða séu ekki nógu miklar kynverur segir Helga að lokum: Þú verður að læra að snerta líkama þinn og upplifa sjálf að þú sért kynvera til að byrja að finna kynlöngunina og byrja aftur að stund kynlíf. Kynlíf Heilsa Jóga Tengdar fréttir Engin takmörk á því hversu mikill unaður er í boði Helga Snjólfsdóttir segir að nútímafólk sé svelt af nánd og margir bæli tilfinningar og hugsanir niðri. 17. janúar 2020 12:00 „Kveikti kynorku sem var í svo miklum dvala mjög lengi“ „Þetta er ólýsanlegt og eitthvað sem við munum alltaf muna. Mjög stór þáttur í að bjarga hjónabandinu okkar.“ Þetta segir íslensk kona um reynslu sína og eiginmanns hennar af tantranuddi og tantra paranámskeiði sem þau ákváðu að prófa þegar hjónabandið var komið í þrot fyrir nokkrum árum. 2. febrúar 2021 20:10 Njóttu þess að taka tíma í forleikinn Þegar kemur að kynlífi er forleikurinn oft á tíðum vanmetinn hluti þess en forleikurinn spilar stórt og mikilvægt hlutverk þegar kemur að örvun og nautn beggja aðila í kynlífi. 7. mars 2022 20:09 Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Töluverður áhugi á því að opna ástarsambandið Makamál Spurning vikunnar: Upplifir þú þig sexí með makanum þínum? Makamál Föðurland: „Ekki gleyma sambandinu ykkar“ Makamál „Hann er til í allar heimsins hugmyndir með mér“ Makamál Bréfið: „Stundum langar mig bara að leika við lim“ Makamál Ástin á götunni: Trúir þú á ást við fyrstu sýn? Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Fleiri fréttir „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira
Endurheimtir líf sitt til baka eftir þunglyndi Verkfræðingurinn og jógakennarinn Helga hefur undanfarin ár starfað innan jógaheimsins þar sem hún hefur lagt áherslu á að veita ráðgjöf og leiðsögn hvað varðar kynlíf, samskipti og nánd. Sjálf hefur hún átt við veikindi að stríða í kjölfar kulnunar sem hún lýsir eins og að hafa verið læst inn í þunglyndisskýi. Eftir krefjandi tíma sé hún loksins á réttri braut eftir að hafa fengið greiningu og þá aðstoð sem hún þurfti. „Ég er nú smá saman að endurheimta líf mitt til baka,“ segir Helga sem viðurkennir að hún sé klökk að tala um þessa reynslu. Ég er allt í einu orðin eðlilega mamma, ef svo má að orði komast. Ég get sinnt húsverkum og byrjað smátt og smátt að finna taktinn. View this post on Instagram A post shared by Helga Snjólfs Allt sem þú ert (@helgasnjolfs) Læra að stjórna kynorkunni Kynlöngun kvenna hefur lengi verið Helgu hugleikin en nú í dag stendur hún fyrir námskeiði jógastöðinni Yoga Shala. sem kallast Kvennahringur með yfirskriftinni, Hvað kveikir í mér? „Ég er búin að pússa gongið mitt og er tilbúin í kvöldið,“ segir Helga í samtali við Vísi en það eina sem þátttakendur þurfa að hafa með sér er forvitni og áhugi á að kynnast sér betur sem kynveru. Hún segist upplifa sterkt að opna þurfi umræðuna um þessi málefni og bjóða konum upp á öruggt umhverfi til að ræða saman um kynlöngun og kynorku. Það sé mikilvægt að læra að stjórna kynorkunni og vita hvernig. Mín kynlöngun er á mína ábyrgð það er enginn annar sem á að kunna að kveikja í mér ef ég veit ekki sjálf hvernig ég virka. „Ég þarf að vita hvað það er sem kveikir á mér og hvað það er sem slekkur á mér og þarna er mjög margt sem hefur áhrif sem við þurfum að vera meðvituð um.“ Risafatastafli í þvottahúsinu getur slökkt á kynlönguninni Helga segir mikilvægt að konur átti sig á því hvað það sé í umhverfinu sem hafi áhrif á kynlöngunina til læra að stjórna kynorkunni. Getty Helga segir það mjög ólíkt hvernig við sem manneskjur virkum þegar kemur að kynlönguninni og það geti oft á tíðum verið ofur einfaldir hlutir sem spili þar inn í. „Slekkur það á mér ef það er til dæmis risahaugur af fatastafla sem býður mín í stofunni eða þvottahúsinu? þetta hljómar kannski ekkert alltaf sexí en kannski þurfa sumar að hugsa út í þetta og vera þá meðvitaðar um það. Allt svona skiptir máli því það er svo margt sem hefur áhrif á kynorkuna okkar.“ Ekki hægt að leysa kynlífsvandann í sambandinu nema læra á sjálfa sig Helga segir kynorkuna vera stóran hluta af lífinu og að sínu mati mjög mikilvæga. Ég er ekki að segja að það sé mikilvægt að hún sé í toppi alltaf, alla daga. Það er allskonar sem hefur áhrif þar á. En kynorka og kynlíf eru mjög mikilvægir þættir þegar kemur að tengslum og nánd. Hvað er algengasta vandamálið sem þér finnst konur tala um varðandi kynlöngun? „Ég heyri langoftast að það sé þegar það er ekki samsvarandi löngun á kynlífi í parasamböndum. Þó að það sé ekki raunhæft markmið að vera nákvæmlega á sama stað þegar það kemur að kynlöngun þá er mikilvægt að konur geri sér grein fyrir því að það er ekki hægt að byrja að leysa þennan vanda ef þær þekkja ekki sjálfar nógu vel inn á sína eigin kynlöngun.“ Detail of woman in lingerie lying in her bedGetty Hún segir suma einstaklinga finna fyrir löngun um leið og þeir byrja að hugsa um kynlíf á meðan aðrir þurfa snertingu og nánd til að finna löngunina. Samskipti para yfir daginn og álag almennt hafi líka mikið að segja en þá sé það þess frekar mikilvægt að fólk sé meðvitað um hvað það er nákvæmlega sem er að hafa áhrif. Fyrir þær konur sem upplifa að þær hafi misst löngunina eða séu ekki nógu miklar kynverur segir Helga að lokum: Þú verður að læra að snerta líkama þinn og upplifa sjálf að þú sért kynvera til að byrja að finna kynlöngunina og byrja aftur að stund kynlíf.
Kynlíf Heilsa Jóga Tengdar fréttir Engin takmörk á því hversu mikill unaður er í boði Helga Snjólfsdóttir segir að nútímafólk sé svelt af nánd og margir bæli tilfinningar og hugsanir niðri. 17. janúar 2020 12:00 „Kveikti kynorku sem var í svo miklum dvala mjög lengi“ „Þetta er ólýsanlegt og eitthvað sem við munum alltaf muna. Mjög stór þáttur í að bjarga hjónabandinu okkar.“ Þetta segir íslensk kona um reynslu sína og eiginmanns hennar af tantranuddi og tantra paranámskeiði sem þau ákváðu að prófa þegar hjónabandið var komið í þrot fyrir nokkrum árum. 2. febrúar 2021 20:10 Njóttu þess að taka tíma í forleikinn Þegar kemur að kynlífi er forleikurinn oft á tíðum vanmetinn hluti þess en forleikurinn spilar stórt og mikilvægt hlutverk þegar kemur að örvun og nautn beggja aðila í kynlífi. 7. mars 2022 20:09 Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Töluverður áhugi á því að opna ástarsambandið Makamál Spurning vikunnar: Upplifir þú þig sexí með makanum þínum? Makamál Föðurland: „Ekki gleyma sambandinu ykkar“ Makamál „Hann er til í allar heimsins hugmyndir með mér“ Makamál Bréfið: „Stundum langar mig bara að leika við lim“ Makamál Ástin á götunni: Trúir þú á ást við fyrstu sýn? Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Fleiri fréttir „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira
Engin takmörk á því hversu mikill unaður er í boði Helga Snjólfsdóttir segir að nútímafólk sé svelt af nánd og margir bæli tilfinningar og hugsanir niðri. 17. janúar 2020 12:00
„Kveikti kynorku sem var í svo miklum dvala mjög lengi“ „Þetta er ólýsanlegt og eitthvað sem við munum alltaf muna. Mjög stór þáttur í að bjarga hjónabandinu okkar.“ Þetta segir íslensk kona um reynslu sína og eiginmanns hennar af tantranuddi og tantra paranámskeiði sem þau ákváðu að prófa þegar hjónabandið var komið í þrot fyrir nokkrum árum. 2. febrúar 2021 20:10
Njóttu þess að taka tíma í forleikinn Þegar kemur að kynlífi er forleikurinn oft á tíðum vanmetinn hluti þess en forleikurinn spilar stórt og mikilvægt hlutverk þegar kemur að örvun og nautn beggja aðila í kynlífi. 7. mars 2022 20:09