Innlent

Tóku á móti stúlku­barni á miðjum Hafnar­fjarðar­vegi

Bjarki Sigurðsson skrifar
Barnið fæddist í sjúkrabifreið á miðjum Hafnarfjarðarvegi.
Barnið fæddist í sjúkrabifreið á miðjum Hafnarfjarðarvegi. Vísir/Vilhelm

Sjúkrabílaáhöfn tók á móti stúlkubarni á miðjum Hafnarfjarðarvegi á leið á fæðingadeildina í nótt. Samkvæmt Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins gekk allt að óskum.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá slökkviliðinu en atvikið átti sér stað í nótt þegar flytja átti konuna á fæðingadeild Landspítalans. Barnið var þó ekki á þeim buxunum að hinkra eftir því að vera komið á spítalann og fæddist á miðri leið. Barni og móður heilsast vel.

Venjulega sinnir slökkviliðið um hundrað sjúkraflutningum á sólarhring en í gær voru útköllin 94 talsins. Forgangsflutningar voru 33 og voru dælubílar kallaðir út tíu sinnum sem er meira en venjulegt er. Öll útköllin reyndust vera minniháttar þegar upp var staðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×