Körfubolti

Missir soninn úr liðinu og til Þýskalands

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hilmar Pétursson átti frábært tímabil í fyrra og er nú kominn út í atvinnumennsku.
Hilmar Pétursson átti frábært tímabil í fyrra og er nú kominn út í atvinnumennsku. Vísir/Hulda Margrét

Breiðablik missir einn sinn allra besta leikmann í Subway-deildinni í körfubolta því Hilmar Pétursson hefur ákveðið að skella sér út í atvinnumennsku.

Hilmar hefur gert samning við þýska b-deildarliðið WWU Baskets Münster en það er nýliði í Pro A deildinni í vetur.

Münster vann C-deildina með yfirburðum á síðustu leiktíð þegar það vann 21 af 22 leikjum sínum.

Hilmar var frábær með Blikum í Subway-deildinni í fyrra en hann var með 19,0 stig, 4,5 stoðsendingar og 4,2 fráköst í leik. Hilmar setti niður tvo þrista í leik og hitti úr 46 prósent skota sinna fyrir utan þriggja stiga línuna.

Þetta er því áfall fyrir Blikana en þjálfari liðsins er einmitt Pétur Ingvasson, faðir Hilmars. Pétur framlengdi samning sinn um tvö ár í vor.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×