Viðskipti innlent

Fé­lag Reynis á rúm­lega helmings­hlut í Gavia

Árni Sæberg skrifar
Félag Reynis Grétarssonar fer með rúmlega helmingshlut í Gavia Invest, sem er stærsti einstaki eigandi Sýnar.
Félag Reynis Grétarssonar fer með rúmlega helmingshlut í Gavia Invest, sem er stærsti einstaki eigandi Sýnar. Saltpay

Infocapital ehf., fjárfestingafélag Reynis Grétarssonar á ríflega helmingshlut í nýstofnaða fjárfestingarfélaginu Gavia Invest, sem keypti á dögunum stóran hlut í Sýn.

Gavia, sem samanstendur af hópi fjárfesta, keypti allan 12,7 prósent hlut Heiðars Guðjónssonar á dögunum og varð þar með stærsti einstaki hluthafi Sýnar. Félagið bætti svo við sig hlutum og á nú 16,1 prósent í fjölmiðla- og fjarskiptafyrirtækinu.

Í Viðskiptablaðinu sem kom út í morgun er viðtal við Reyni Grétarsson, eiganda Infocapital og stofnanda Creditinfo. Þar segir að Reynir fari með „vel rúmlega helmingshlut“ í Gavia Invest þrátt fyrir að Jón Skaftason fari fyrir fjárfestahópnum.

Þar segir jafnframt að Gavia stefni að því að koma Jóni inn í stjórn Sýnar á hluthafafundi sem boðað hefur verið til en að Reynir sé einnig tilbúinn til að taka sæti í stjórninni.

Vísir er í eigu Sýnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×