Viðskipti innlent

Stækka Glerártorg og bæta við mathöll

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Glerártorg á Akureyri.
Glerártorg á Akureyri. Vísir/Vilhelm

Áform eru uppi um stækkun Glerártorgs sem mun þá innihalda 500 fermetra mathöll. Stefnt er að endurskipulagningu verslunarmiðstöðvarinnar og fjölgun bílastæða.

Frá þessu er greint á vef Akureyri.net. Þar er haft eftir Sturlu Gunnari Eðvarðssyni, framkvæmdastjóra viðskiptaþróunar hjá fasteignafélaginu Eik sem segist vinna að ýmsum áherslu - og skipulagsbreytingum sem styrkja munu verslunarmiðstöðina.

„Það er margt skemmtilegt í pípunum og margar stórar hugmyndir í gangi sem er of snemmt að tala um en skýrist vonandi fljótlega,“ segir Sturla.

500 fermetra mathöll er stærsta viðbótin. Verður hún í norðausturhluta verslunarmiðstöðvarinnar, þar sem Kaffitorg og Vodafone eru nú til húsa. 

„Við erum langt komin með undirbúning og höfum gengið frá samningi við veitingaaðila sem hafa sannað sig í sambærilegum mathöllum á höfuðborgarsvæðinu. Þetta verður nýtt, flott og spennandi, svona „high end“ stemning, með sófum og þess háttar, virkilega huggulegt,“ segir Sturla.

Stutt er síðan tilkynnt var um opnun mathallar á Glerárgötu. Spurður út í það hvort einkennilegt sé að opna aðra mathöll sneinsnar frá þeirri sem mun rísa á Glerárgötu segir Sturla vilja halda í við sín áform á Glerártorgi óháð áformum annarra. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×