Erlent

Leita að á­rásar­gjörnum apa sem brýst inn til fólks

Bjarki Sigurðsson skrifar
Þessi api er af sömu tegund og árásarapinn enn er að öllum líkindum ekki sökudólgurinn.
Þessi api er af sömu tegund og árásarapinn enn er að öllum líkindum ekki sökudólgurinn. Getty

Api hefur síðustu vikur brotist inn í hús borgarinnar Ogori á eyjunni Honshu í Japan. Hann hefur ráðist á að minnsta kosti tuttugu íbúa borgarinnar, bitið þá og klórað.

Lögreglan leitar nú apans en ekki er vitað af hvaða tegund hann er. Þó er talið hann sé af tegundinni Macaque en fjöldi apa af þeirri tegund býr nálægt bænum.

Lögreglan hefur sett aukinn kraft í leitina en íbúar eru hvattir til þess að loka gluggum á meðan leitinni stendur yfir svo apinn komist ekki inn til fólks. 

Apinn hefur ráðist á fólk á öllum aldri en hann hefur meðal annars ráðist á tíu mánaða stelpu og áttatíu ára gamla konu. Enginn hefur slasast alvarlega eftir árás apans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×