Viðskipti innlent

Arion banki varar við fölskum smá­skila­boðum

Bjarki Sigurðsson skrifar
Ef einstaklingur hefur slegið inn kortaupplýsingar sínar eftir að hafa ýtt á hlekkinn er mikilvægt að frysta kortið.
Ef einstaklingur hefur slegið inn kortaupplýsingar sínar eftir að hafa ýtt á hlekkinn er mikilvægt að frysta kortið. Vísir/Vilhelm

Smáskilaboð sem látin eru líta út eins og þau séu frá Arion banka hafa verið send á fjölmarga landsmenn upp á síðkastið. Arion banki segir þau vera fölsk og varar við því að ýta á hlekkinn sem fylgir skilaboðunum.

Skilaboðum koma frá aðila sem er skírður „sms“ og í þeim stendur að bankareikning fólks hafi verið læst af öryggisástæðum. Því þurfi fólk að ýta á hlekkinn til að uppfæra upplýsingar.

Skjáskot af umræddum skilaboðum.Vísir

„Ef þú hefur opnað hlekkinn og slegið inn kortaupplýsingar er mikilvægt að fara strax inn í Arion appið og frysta kortið og hafa samband við Arion banka í síma 444 7000. Boðið er upp á sólarhringsþjónustu vegna greiðslukorta,“ segir í tilkynningu á vef Arion banka.

Þá minnir bankinn á að hann sendir aldrei út smáskilaboð eða tölvupósta með hlekkjum á síður þar sem viðskiptavinir eru beðnir um að gefa upp kortaupplýsingar, CCV-númer, notendanöfn, lykilorð eða leyninúmer.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.