Erlent

Heildar­fjöldi gæti náð há­punkti í 10,4 milljörðum um 2080

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Hópur fólks á markaði í Indlandi
Hópur fólks á markaði í Indlandi Getty/Peter Adams

Fjölgun mannkyns er nú með hægasta móti síðan um 1950 en í nóvember verður heildarfjöldi orðinn átta milljarðar.

Samkvæmt skýrslu frá Sameinuðu þjóðunum gæti heildarfjöldi mannkyns náð hápunkti eða 10,4 milljörðum í kringum 2080 en sumir lýðfræðingar telja að það gæti jafnvel gerst fyrr. Vegna þróunar í læknavísindum lifa fleiri börn fram á fullorðinsár og er talið að meðal ævilíkur fólks verði fyrir árið 2050, orðnar 77,2 ár. Þetta kemur fram í umfjöllun BBC um málið.

Þessi fjölgun á þó ekki við alls staðar en í 61 landi má búast við að minnsta kosti eitt prósent fólksfækkun fyrir 2050 vegna lækkandi frjósemishlutfalls.

Stór hluti fólksfjölgunarinnar sem verður á næstu 30 árum verður hjá átta löndum, meðal annars Eþíópíu, Egyptalandi, Nígeríu og Indlandi. Indland mun á næsta ári taka fram úr Kína í fólksfjölda og verður því fjölmennasta land heims.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×