Mikilvægast að spenna bogann ekki of hátt við lántöku Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. júní 2022 22:00 Una Jónsdóttir, hagfræðingur hjá Landsbankanum. Vísir/Ívar Hagfræðingur segir ólíklegt að verðbólga hjaðni á næstunni, þótt hægja muni á henni. Vaxtabyrði óverðtryggða húsnæðislána hafi aukist verulega vegna vaxtahækkana að undanförnu og fólk verði að varast að spenna bogann of hátt. Í hagsjá Landsbankans kemur fram að útlán óverðtryggðra lán hafi þrefaldast því stýrivaxtalækkanir hófust árið 2019. Verðbólga mælist nú 8,8 prósent, en hækkandi vextir vegna aukinnar verðbólgu valda því að vaxtabyrðin á slíkum lánum eykst umtalsvert. Ef miðað er við 40 milljóna króna húsnæðislán og lægstu óverðtryggðu íbúðavexti hefur mánaðarleg vaxtabyrði á því láni hækkað úr hundrað og tíu þúsund krónum í tvöhundruð og átta þúsund krónur. Hækkun upp á tæpar hundrað þúsund krónur á mánuði. Þetta má sjá í hagsjá Landsbankans. „Vaxtagreiðslan af lánum mun halda áfram að hækka. Núna eru stýrivextir í 4,75 prósentum. Við gerum ráð fyrir að þetta fari örugglega upp í sex prósent fyrir árslok. Það þýðir sömuleiðis hækkun á vöxtum íbúðalána og hækkandi greiðslubyrði,“ segir Una Jónsdóttir, hagfræðingur hjá Landsbankanum. Erfitt sé að meta hvort hagstæðara væri að taka verðtryggt lán „Það þarf náttúrulega bara alltaf að passa það að maður sé ekki að spenna bogann of hátt, sérstaklega ekki ef maður er að taka lán á breytilegum vöxtum.“ Búast megi við að það dragi úr verðbólgu á næstunni. „Það á kannski ekkert endilega að gera ráð fyrir því að hún hjaðni alveg strax? Ekki alveg strax. Við gerum alveg ráð fyrir því að það taki svolítinn tíma, við getum alveg séð þessa verðbólgu halda áfram að aukast örlítið á milli mánaða. En það fer að koma að toppnum.“ Húsnæðismál Verðlag Neytendur Tengdar fréttir Vill sjá heimild til að lengja í lánum til að létta greiðslubyrðina Formaður Starfsgreinasambandsins segir að heimild þurfi til að lengja í óverðtryggðum lánum til að létta greiðslubyrði þeirra í upphafi lánstímans. Óverðtryggðum lánum fjölgaði mikið í faraldrinum, en greiðslubyrði hefur aukist vegna vaxtahækkana að undanförnu. 30. júní 2022 14:01 Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Fleiri fréttir Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Kvartanir borist vegna aflýstra flugferða Olíuefni í Bugles sem eiga ekki að vera í snakkinu Opinn fundur HMS um endurmat brunabótamats Kalla inn geislavirka límmiða Verðlagssæti Íslands enn eitt árið komi ekki á óvart Konur geta tryggt sig á meðgöngu í fyrsta sinn Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Nóa-nammið hækkar í stórum skrefum Rækja fannst í skinkusalati „Það er svo mikið rugl í gangi“ Húsgagnahöllin sektuð fyrir ósanngjarnar auglýsingar Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Bílastæðafyrirtæki fá á baukinn Tókst ekki að sýna fram á galla og situr uppi með körfuboltaskóna Gera fjölmargar breytingar á kílómetragjaldinu Tveggja ára skjár fæst ekki bættur vegna „dauðs depils“ Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Sjá meira
Í hagsjá Landsbankans kemur fram að útlán óverðtryggðra lán hafi þrefaldast því stýrivaxtalækkanir hófust árið 2019. Verðbólga mælist nú 8,8 prósent, en hækkandi vextir vegna aukinnar verðbólgu valda því að vaxtabyrðin á slíkum lánum eykst umtalsvert. Ef miðað er við 40 milljóna króna húsnæðislán og lægstu óverðtryggðu íbúðavexti hefur mánaðarleg vaxtabyrði á því láni hækkað úr hundrað og tíu þúsund krónum í tvöhundruð og átta þúsund krónur. Hækkun upp á tæpar hundrað þúsund krónur á mánuði. Þetta má sjá í hagsjá Landsbankans. „Vaxtagreiðslan af lánum mun halda áfram að hækka. Núna eru stýrivextir í 4,75 prósentum. Við gerum ráð fyrir að þetta fari örugglega upp í sex prósent fyrir árslok. Það þýðir sömuleiðis hækkun á vöxtum íbúðalána og hækkandi greiðslubyrði,“ segir Una Jónsdóttir, hagfræðingur hjá Landsbankanum. Erfitt sé að meta hvort hagstæðara væri að taka verðtryggt lán „Það þarf náttúrulega bara alltaf að passa það að maður sé ekki að spenna bogann of hátt, sérstaklega ekki ef maður er að taka lán á breytilegum vöxtum.“ Búast megi við að það dragi úr verðbólgu á næstunni. „Það á kannski ekkert endilega að gera ráð fyrir því að hún hjaðni alveg strax? Ekki alveg strax. Við gerum alveg ráð fyrir því að það taki svolítinn tíma, við getum alveg séð þessa verðbólgu halda áfram að aukast örlítið á milli mánaða. En það fer að koma að toppnum.“
Húsnæðismál Verðlag Neytendur Tengdar fréttir Vill sjá heimild til að lengja í lánum til að létta greiðslubyrðina Formaður Starfsgreinasambandsins segir að heimild þurfi til að lengja í óverðtryggðum lánum til að létta greiðslubyrði þeirra í upphafi lánstímans. Óverðtryggðum lánum fjölgaði mikið í faraldrinum, en greiðslubyrði hefur aukist vegna vaxtahækkana að undanförnu. 30. júní 2022 14:01 Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Fleiri fréttir Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Kvartanir borist vegna aflýstra flugferða Olíuefni í Bugles sem eiga ekki að vera í snakkinu Opinn fundur HMS um endurmat brunabótamats Kalla inn geislavirka límmiða Verðlagssæti Íslands enn eitt árið komi ekki á óvart Konur geta tryggt sig á meðgöngu í fyrsta sinn Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Nóa-nammið hækkar í stórum skrefum Rækja fannst í skinkusalati „Það er svo mikið rugl í gangi“ Húsgagnahöllin sektuð fyrir ósanngjarnar auglýsingar Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Bílastæðafyrirtæki fá á baukinn Tókst ekki að sýna fram á galla og situr uppi með körfuboltaskóna Gera fjölmargar breytingar á kílómetragjaldinu Tveggja ára skjár fæst ekki bættur vegna „dauðs depils“ Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Sjá meira
Vill sjá heimild til að lengja í lánum til að létta greiðslubyrðina Formaður Starfsgreinasambandsins segir að heimild þurfi til að lengja í óverðtryggðum lánum til að létta greiðslubyrði þeirra í upphafi lánstímans. Óverðtryggðum lánum fjölgaði mikið í faraldrinum, en greiðslubyrði hefur aukist vegna vaxtahækkana að undanförnu. 30. júní 2022 14:01