Viðskipti innlent

Hættir hjá Strætó og hefur störf hjá Tvist

Atli Ísleifsson skrifar
Guðmundur Heiðar Helgason.
Guðmundur Heiðar Helgason. Tvist

Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó, hefur verið ráðinn sem hugmynda- og textasmiður og ráðgjafi í almannatengslum hjá auglýsingastofunni Tvist.

Hann hefur starfað hjá Strætó frá árinu 2017 þar sem hann hefur sinnt almannatengslum, markaðs- og kynningarmálum.

Guðmundur Heiðar er með MA gráðu í almannatengslum frá University of Westminster í London og BA gráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands.

Gert er ráð fyrir að Guðmundur hefji störf hjá Tvist í lok sumars.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×