Viðskipti innlent

Ráðinn list­rænn stjórnandi hjá Hér&Nú

Atli Ísleifsson skrifar
Jónbjörn Finnbogason.
Jónbjörn Finnbogason. Aðsend

Jónbjörn Finnbogason hefur verið ráðinn listrænn stjórnandi (e. art director) hjá auglýsingastofunni Hér&Nú. Jónbjörn hefur starfað sem grafískur hönnuður á stofunni frá árinu 2020.

Frá þessu segir í tilkynningu. Þar kemur fram að Jónbjörn sé með BA-gráðu í grafískri hönnun frá Listaháskóla Íslands og hafi áður starfað hjá Jónfri & Co, auk þess að reka og starfa sem listrænn stjórnandi hjá útgáfufyrirtækinu Lagaffe Tales.

Alls starfa á þriðja tug hjá stofunni á Íslandi og í Brighton á Englandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×