Innlent

Ís­leifur í Kálf­holti hlaut flest at­kvæði í Ása­hreppi

Atli Ísleifsson skrifar
Íbúafjöldi Ásahrepps í ársbyrjun 2021 var 271.
Íbúafjöldi Ásahrepps í ársbyrjun 2021 var 271. Vísir/Magnús Hlynur

Ísleifur Jónasson í Kálfholti hlaut flest atkvæði í óbundnum kosningum til hreppsnefndar í Ásahreppi á laugardaginn.

Alls voru 179 manns á kjörskrá, 130 greiddu atkvæði og var kjörsókn því 72,6 prósent, að því er segir á vef Ásahrepps Kjörfundur var haldinn að Ásgarði.

Eftirfarandi voru valdir til setu í hreppsnefnd á kjörtímabilinu:

  • Ísleifur Jónasson, Kálfholti (76 atkvæði)
  • Helga B. Helgadóttir, Syðri-Hömrum (62 atkvæði)
  • Nanna Jónsdóttir, Miðhól, (61 atkvæði)
  • Þráinn Ingólfsson, Tyrfingsstöðum (56 atkvæði)
  • Kristín Hreinsdóttir, Seli (40 atkvæði)

Við óbundna kosningu eru allir kjósendur í sveitarfélaginu í kjöri með þeirri undantekningu að þeir sem setið hafa í sveitarstjórn eitt kjörtímabil eða lengur geta skorast undan kjöri, tilkynni þeir yfirkjörstjórn það fyrir lok framboðsfrests.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×