Innlent

Vaknaði við sprengingar í bílskúr

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út í nótt vegna elds í bílskúr.
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út í nótt vegna elds í bílskúr. Vísir/Vilhelm

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað til í nótt vegna elds sem kom upp í bílskúr í Stóragerði í Reykjavík í nótt.

Þar hafði nágranni vaknað við sprengingar og séð svartan reyk koma frá frístandandi bílskúr.

Lögregla var fyrst á vettvang og þegar hana bara að garði urðu nokkrar litlar kraftlitlar sprengingar í skúrnum.

Samkvæmt Facebook-síðu slökkviliðsins gekk slökkvistarf greiðlega. Því var lokið á um fimmtíu mínútum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×