Makamál

Hefur þú átt eða verið viðhald?

Ása Ninna Pétursdóttir skrifar
Viðhald er orð sem er notað um manneskju sem á í leynilegu ástarsambandi við giftan einstakling eða einstakling sem er í sambandi. 
Viðhald er orð sem er notað um manneskju sem á í leynilegu ástarsambandi við giftan einstakling eða einstakling sem er í sambandi.  Getty

Í kjölfarið umfjöllunar undanfarið um sambandsformið fjölástir hafa vaknað upp miklar umræður á kommentakerfum sem og kaffistofum landsins. Spurningin „Afhverju halda þau ekki bara framhjá?“ er ein þeirra sem oft kemur upp. 

Munurinn á því að vera í fjölástarsambandi og að halda framhjá er mikill og í raun eiga fjölástir ekkert skylt við framhjáhald. 

Framhjáhald getur verið allavega og stundum bara eitt skipti en skilgreining á því að vera viðhald er þegar manneskja á í leynilegu ástarsambandi við giftan einstakling eða manneskju í sambandi.

Flestir hafa einhverja reynslu af framhjáhaldi

Í könnun Makamála frá árinu 2019 kemur fram að tæplega 70% lesenda Vísis hafa upplifað framhjáhald að einhverjum toga en skilgreining fólks á framhjáhaldi er misjöfn.  Í grunninn snýst framhjáhald um svik eða það að fara á bak við maka sinn með einhvers konar ástarsambandi eða ástaratlotum við aðra manneskju.  

Stundum er framhjáhald eitthvað sem gerist einu sinni í hita leiksins eða jafnvel „einnar nætur gaman“ en í einhverjum tilvikum þróast það út í leynileg ástarsambönd. Manneskja sem á í leynilegu ástarsambandi við einstakling sem er ekki á lausu er oft á tíðum kölluð viðhald.

Spurningu vikunnar er að þessu sinni beint til allra þeirra sem eru eða hafa verið í ástarsambandi. 

Hefur þú átt eða verið viðhald?


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×