Erlent

Skotárás í lestarstöð í New York

Samúel Karl Ólason og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa
Mikill viðbúnaður er í New York en myndin tengist fréttinni ekki með beinum hætti.
Mikill viðbúnaður er í New York en myndin tengist fréttinni ekki með beinum hætti. Getty/Spencer Platt

Lögreglan í New York leitar manns sem sagður er hafa skotið fjölda fólks í lestarstöð í borginni á háannatíma í dag. Fregnir hafa einnig borist af sprengingu og að því að ósprungnar sprengjur hafi fundist á vettvangi.

Fjölmiðlar ytra segja það þó ekki staðfest.

Í frétt New York Times segir að tilkynning hafi borist til lögreglu um 8:30 að staðartíma og að mikill reykur sé í lestarstöðinni sem um ræðir. Samkvæmt frétt AP var slökkvilið kallað út eftir að reykur sást við lestarstöð í Sunset Park hverfinu, þar sem slökkviliðsmenn fundu fjölda fólks í sárum sínum. 

Samkvæmt upplýsingum frá heimildarmanni AP innan lögreglunnar benda fyrstu upplýsingar til að skotmaðurinn hafi verið íklæddur iðnaðarfötum. 

Þá má sjá myndir á samfélagsmiðlum þar sem almenningur gerir að sárum fólks á lestarstöðinni. Frekari upplýsingar virðast ekki liggja fyrir en lestarsamgöngur stöðvuðust um tíma í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×