Hörku veiði í Vatnamótunum Karl Lúðvíksson skrifar 11. apríl 2022 08:38 Vatnamótin eru eitt af bestu sjóbirtings veiðisvæðum landsins og þeir veiðimenn sem þekkja svæðið gera yfirleitt góða veiði á þessum tíma. Það er kannski hægt að kalla það meira en góða veiði þegar 60 fiskum er landað í einu holli, eiginlega bara ekkert annað en hörkuveiði. Við fengum skemmtilega frétt frá nokkrum félögum sem voru þar við veiðar og það verður ekki annað sagt en að þetta hafi verið drauma veiðitúr. Við þökkum Steindóri Jónssyni kærlega fyrir að deila þessu með okkur. Fórum 5 félagar Robert Novak, Jón Þór og Siggi og Dóri úr Flugubúllunni og ég í okkar árlega túr í Vatnamótin, fengum allar útgáfur af veðri allt frá sól og blíðu fyrsta daginn yfir í snjókomu og rok næsta dag. Enduðum svo síðasta daginn í blíðskapar veðri og 2-3 stiga frosti, veiddum samt vel alla daga. Náðum um það bil 60 fiskum á land og misstum góðan slatta, þetta kom allt á hinar ýmsu straumflugur og vorum með sökklínur. Tökur voru mjög grannar og oft bara rétt nartað, fundum mikið magn fiska á 2 stöðum og vorum svo að rekast á einn og einn þegar við vorum að skanna svæðið. Róbert Novak með flottan birting Stangveiði Skaftárhreppur Mest lesið Gangan tvöfalt stærri en á sama tíma í fyrra Veiði Helgarviðtal: Skjálfandi á beinunum á bökkum Svartár (fyrri hluti) Veiði Þær eru bestar léttklæddar Veiði Topp 20 listinn yfir aflahæstu flugurnar í Elliðaánum Veiði Auknar göngur í Ytri Rangá Veiði Rétt rúmar 6 vikur í veiðitímabilið Veiði Veiðin með Gunnari Bender: „Það er búið að vera hundleiðinlegt veður í Reykjavík“ Veiði 43 laxar á 5 dögum úr Brynjudalsá Veiði Síðsumars flugurnar fyrir laxveiðina Veiði 20.193 fiskar veiðst í Veiðivötnum Veiði
Það er kannski hægt að kalla það meira en góða veiði þegar 60 fiskum er landað í einu holli, eiginlega bara ekkert annað en hörkuveiði. Við fengum skemmtilega frétt frá nokkrum félögum sem voru þar við veiðar og það verður ekki annað sagt en að þetta hafi verið drauma veiðitúr. Við þökkum Steindóri Jónssyni kærlega fyrir að deila þessu með okkur. Fórum 5 félagar Robert Novak, Jón Þór og Siggi og Dóri úr Flugubúllunni og ég í okkar árlega túr í Vatnamótin, fengum allar útgáfur af veðri allt frá sól og blíðu fyrsta daginn yfir í snjókomu og rok næsta dag. Enduðum svo síðasta daginn í blíðskapar veðri og 2-3 stiga frosti, veiddum samt vel alla daga. Náðum um það bil 60 fiskum á land og misstum góðan slatta, þetta kom allt á hinar ýmsu straumflugur og vorum með sökklínur. Tökur voru mjög grannar og oft bara rétt nartað, fundum mikið magn fiska á 2 stöðum og vorum svo að rekast á einn og einn þegar við vorum að skanna svæðið. Róbert Novak með flottan birting
Stangveiði Skaftárhreppur Mest lesið Gangan tvöfalt stærri en á sama tíma í fyrra Veiði Helgarviðtal: Skjálfandi á beinunum á bökkum Svartár (fyrri hluti) Veiði Þær eru bestar léttklæddar Veiði Topp 20 listinn yfir aflahæstu flugurnar í Elliðaánum Veiði Auknar göngur í Ytri Rangá Veiði Rétt rúmar 6 vikur í veiðitímabilið Veiði Veiðin með Gunnari Bender: „Það er búið að vera hundleiðinlegt veður í Reykjavík“ Veiði 43 laxar á 5 dögum úr Brynjudalsá Veiði Síðsumars flugurnar fyrir laxveiðina Veiði 20.193 fiskar veiðst í Veiðivötnum Veiði