Ástæða innköllunarinnar er vegna gruns um að tilvik salmonellusmita hjá fólki megi rkeja til neyslu varanna. Vörurnar voru til sölu í verslunum Bónus, Hagkaups, Olís og Skagfirðingabúð en hafa verið innkallaðar þaðan.
Vörurnar sem hafa verið innkallaðar eru með best fyrir dagsetningu á tímabilinu frá 26.6.2022 til og með 7.10.2022.
Viðsiptavinum Bónus, Hagkaup, Olís og Skagfirðingabúðar sem keypt hafa vörurnar er ráðið frá því að neyta þeirra og er bent á að þeir geti skilað þeim í verslunina þar sem hún var keypt gegn fullri endurgreiðslu.
Upplýsingar um vörurnar:
Vöruheiti: Kinder Surprise, 20g
Nettómagn: 20g
Strikamerki: 40084107
Geymsluskilyrði: Þurrvara, stofuhiti
Best fyrir dagsetningar: Tímabilið frá 26-6-2022 til og með 7-10-2022
Vöruheiti: Kinder Surprise. 3x20g
Nettómagn: 3x20g
Strikamerki: 8000500026731
Geymsluskilyrði: Þurrvara, stofuhiti
Best fyrir dagsetning: Tímabilið frá 26-6-2022 til og með 7-10-2022