Neytendur

Kalla inn Kinder egg vegna gruns um salmonellu

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Kinder Surprise egg hafa verið innkölluð vegna mögulegs salmónellusmits.
Kinder Surprise egg hafa verið innkölluð vegna mögulegs salmónellusmits. Aðsend

Ferreri Scandinavia AB í Svíþjóð og Aðföng hafa ákveðið að taka úr sölu og innkalla Kinder Surprise í tveimur pakkningastærðum. Annars vegar 20 gramma stök egg og þriggja stykkja pakkningu með 20 gramma eggjum.

Ástæða innköllunarinnar er vegna gruns um að tilvik salmonellusmita hjá fólki megi rkeja til neyslu varanna. Vörurnar voru til sölu í verslunum Bónus, Hagkaups, Olís og Skagfirðingabúð en hafa verið innkallaðar þaðan. 

Vörurnar sem hafa verið innkallaðar eru með best fyrir dagsetningu á tímabilinu frá 26.6.2022 til og með 7.10.2022. 

Viðsiptavinum Bónus, Hagkaup, Olís og Skagfirðingabúðar sem keypt hafa vörurnar er ráðið frá því að neyta þeirra og er bent á að þeir geti skilað þeim í verslunina þar sem hún var keypt gegn fullri endurgreiðslu. 

Upplýsingar um vörurnar: 

Vöruheiti: Kinder Surprise, 20g

Nettómagn: 20g

Strikamerki: 40084107

Geymsluskilyrði: Þurrvara, stofuhiti

Best fyrir dagsetningar: Tímabilið frá 26-6-2022 til og með 7-10-2022

Vöruheiti: Kinder Surprise. 3x20g

Nettómagn: 3x20g

Strikamerki: 8000500026731

Geymsluskilyrði: Þurrvara, stofuhiti

Best fyrir dagsetning: Tímabilið frá 26-6-2022 til og með 7-10-2022

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.