Viðskipti innlent

Aðal­heiður nýr sjálf­bærni­stjóri Lands­bankans

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Aðalheiður Snæbjarnardóttir hefur verið ráðin sjálfbærnistjóri Landsbankans.
Aðalheiður Snæbjarnardóttir hefur verið ráðin sjálfbærnistjóri Landsbankans. Landsbankinn

Aðalheiður Snæbjarnardóttir er nýr sjálfbærnistjóri Landsbankans. Með nýju stöðunni kveðst bankinn vilja leggja enn meiri áherslu á sjálfbærnimál.

Aðalheiður hefur unnið að sjálfbærnimálum við bankann frá árinu 2019, segir í tilkynningu frá Landsbankanum. Hún mun koma til með að vinna með starfsfólki á fjölmörgum sviðum bankans, til að mynda á fyrirtækjasviði og í áhættustýringu.

„Það verður nóg að gera nú á áratug aðgerða og munu fjármálafyrirtæki gegna lykilhlutverki í því að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins og halda hlýnun jarðar innan við 1,5 gráður. Því markmiði þurfum við að ná til að tryggja afkomu og lífsgæði mannkyns til frambúðar,“ segir Aðalheiður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×