Innlent

For­seta­frúin fundaði með Joe og Jill Biden

Árni Sæberg skrifar
Forsetafrúin ásamt Joe og Jill Biden.
Forsetafrúin ásamt Joe og Jill Biden. Skrifstofa forseta Íslands

Eliza Reid forsetafrú fundaði með Jill Biden, forsetafrú Bandaríkjanna um jafnréttismál í Hvíta húsinu í Washington í dag. Eiginmaður Jill, sjálfur Bandaríkjaforseti, kom einnig til fundarins og ræddi við Elizu.

Fundur forsetafrúnna tengdist einu helsta áherslumáli í utanríkisstefnu Íslands, sem err jafnréttismál, að því er segir í tilkynningu frá skrifstofu forseta Íslands.

Hvíta húsið tilkynnti í dag um aðgerðir sem grípa á til sem ætlað er að jafna launamun kynjanna, en Ísland þykir fyrirmynd í þeim efnum, enda hefur það setið í efsta sæti á kynjajafnréttislista Alþjóðaefnahagsráðsins í tólf ár samfleytt.

Að loknum fundi var Elizu boðið til móttöku í Hvíta húsinu þar sem forsetahjónin bandarísku kynntu aðgerðirnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×