Neytendur

300 króna múrinn rofinn á höfuð­borgar­svæðinu og víðar

Atli Ísleifsson skrifar
Frá bensínstöð N1 í Borgartúni í morgun.
Frá bensínstöð N1 í Borgartúni í morgun. Vísir/Vilhelm

N1 hefur hækkað verð á bensínlítranum um sex krónur og er verðið nú komið í 303,90 krónur á flestum stöðvum félagsins á höfuðborgarsvæðinu og annars staðar á landinu. Dísillítrinn kostar nú víðast 300,90 krónur hjá N1 og hefur hækkað um heilar tíu krónur milli daga. 

Bensínverð hefur hækkað umtalsvert síðustu vikurnar, ekki síst í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu og hækkandi heimsmarkaðsverðs.

Í frétt Vísis frá í morgun var sagt frá því að bensínlítrinn væri kominn yfir 300 krónur á einni stöð Olís, í Hrauneyjum, en algengasta verð á flestum stöðum bensínfélaganna voru þá rétt tæpar 300 krónur.

Þá kom fram að algengasta verð N1 á bensínlítranum væri 297,90 krónur og dísillítrinn á 290,90 krónur. Nú sé algengasta verð á bensínlítra 303,9 krónur og 300,90 krónur fyrir dísillítrann.

Önnur félög hafa enn ekki hækkað eldneytisverðið þegar þetta fréttin var skrifuð.

Vísir/Vilhelm

Tengdar fréttir

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.