Innlent

Eldur kviknaði í eldhúsi á Mýrargötu

Eiður Þór Árnason skrifar
Ekki er talið að eldsvoðinn sé umfangsmikill. 
Ekki er talið að eldsvoðinn sé umfangsmikill.  Vísir/Vilhelm

Eldur kviknaði í grilli á veitingastað við Mýrargötu 2-8 í Reykjavík sem hýsir Slippbarinn og Icelandair Hotel Reykjavík Marina.

Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um eldinn um fjögurleytið og var dælubíll og sjúkrabíll sendur á vettvang.

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði var búið að slökkva eldinn þegar slökkvilið kom á staðinn með slökkvitækjum.

Fréttin hefur verið uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×