Seldi Sony allar upptökur sínar Árni Sæberg skrifar 24. janúar 2022 22:30 Bob Dylan er einn virtasti tónlistarmaður heims og var sæmdur bókmenntaverðlaunum Nóbels árið 2016. EPA Tónlistargoðsögnin Bob Dylan hefur selt útgáfufyrirtækinu Sony Music réttinn að öllum upptökum sínum. Samningar milli Dylans og Sony náðust í júlí síðastliðnum en kaupverð hefur ekki verið gefið upp. Tónlistarmiðillinn Billboard metur verðmæti upptökuréttarins á 200 milljónir dollara eða um 26 milljarða króna, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins. Árið 2020 seldi Dylan höfundarrétt að öllum lögum og textum sínum til Universal Music, eins helsta keppinautar Sony. Talið er að kaupverðið hafi verið um fimmtíu milljarðar króna. Því er ljóst að Dylan á nóg salt í grautinn. „Columbia Records og Rob Stringer hafa verið mér góð í mjög mörg ár og helling að plötum. Það gleður mig að allar mínar upptökur geti verið áfrm þar sem þær eiga heima,“ sagði Dylan í tilkynningu um söluna en Columbia Records er dótturfyrirtæki Sony Music. „Columbia Records og Bob Dylan hafa átt einstakt samband frá upphafi ferils hans og við erum stollt og spennt að halda áfram að bæta og þróa sextíu ára langa samvinnu okkar,“ sagði Rob Stringer, stjórnarformaður Sony. Þá nýttu samningsaðilar tækifærið og sömdu einnig um framlengingu útgáfusamnings Dylans. Hann hefur lofað „mörgum nýjum útgáfum.“ Því hljóta allir góðir menn að fagna. Tónlist Sony Bandaríkin Tengdar fréttir Bruce Springsteen selur réttinn fyrir 65 milljarða Bandaríski tónlistarmaðurinn Bruce Springsteen hefur selt upptökur og útgáfurréttinn að öllu lagasafni sínu til Sony fyrir 500 milljónir Bandaríkjadala, um 65 milljarða króna. 16. desember 2021 13:41 Bob Dylan áttræður og því fagna allir góðir menn Í klassískri tónlist er stundum talað um Bé-in þrjú: Bach, Beethoven og Brahms. En Bé-in þrjú eru líka til í rokkinu og dægurlagatónlistinni: Beatles, Bowie og Bob (Dylan) … og auðvitað Elvis. 24. maí 2021 10:03 Mest lesið Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Viðskipti erlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Samningar milli Dylans og Sony náðust í júlí síðastliðnum en kaupverð hefur ekki verið gefið upp. Tónlistarmiðillinn Billboard metur verðmæti upptökuréttarins á 200 milljónir dollara eða um 26 milljarða króna, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins. Árið 2020 seldi Dylan höfundarrétt að öllum lögum og textum sínum til Universal Music, eins helsta keppinautar Sony. Talið er að kaupverðið hafi verið um fimmtíu milljarðar króna. Því er ljóst að Dylan á nóg salt í grautinn. „Columbia Records og Rob Stringer hafa verið mér góð í mjög mörg ár og helling að plötum. Það gleður mig að allar mínar upptökur geti verið áfrm þar sem þær eiga heima,“ sagði Dylan í tilkynningu um söluna en Columbia Records er dótturfyrirtæki Sony Music. „Columbia Records og Bob Dylan hafa átt einstakt samband frá upphafi ferils hans og við erum stollt og spennt að halda áfram að bæta og þróa sextíu ára langa samvinnu okkar,“ sagði Rob Stringer, stjórnarformaður Sony. Þá nýttu samningsaðilar tækifærið og sömdu einnig um framlengingu útgáfusamnings Dylans. Hann hefur lofað „mörgum nýjum útgáfum.“ Því hljóta allir góðir menn að fagna.
Tónlist Sony Bandaríkin Tengdar fréttir Bruce Springsteen selur réttinn fyrir 65 milljarða Bandaríski tónlistarmaðurinn Bruce Springsteen hefur selt upptökur og útgáfurréttinn að öllu lagasafni sínu til Sony fyrir 500 milljónir Bandaríkjadala, um 65 milljarða króna. 16. desember 2021 13:41 Bob Dylan áttræður og því fagna allir góðir menn Í klassískri tónlist er stundum talað um Bé-in þrjú: Bach, Beethoven og Brahms. En Bé-in þrjú eru líka til í rokkinu og dægurlagatónlistinni: Beatles, Bowie og Bob (Dylan) … og auðvitað Elvis. 24. maí 2021 10:03 Mest lesið Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Viðskipti erlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Bruce Springsteen selur réttinn fyrir 65 milljarða Bandaríski tónlistarmaðurinn Bruce Springsteen hefur selt upptökur og útgáfurréttinn að öllu lagasafni sínu til Sony fyrir 500 milljónir Bandaríkjadala, um 65 milljarða króna. 16. desember 2021 13:41
Bob Dylan áttræður og því fagna allir góðir menn Í klassískri tónlist er stundum talað um Bé-in þrjú: Bach, Beethoven og Brahms. En Bé-in þrjú eru líka til í rokkinu og dægurlagatónlistinni: Beatles, Bowie og Bob (Dylan) … og auðvitað Elvis. 24. maí 2021 10:03